Píratar XP

Kosið í stjórn þingflokks Pírata og nýr formaður slembivalinn

Á síðasta þingflokksfundi Pírata var kosið í stjórn þingflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var endurkjörinn formaður þingflokks, en Halldóra Mogensen var kjörin varaformaður. Jón Þór Ólafsson var kjörinn til að gegna áfram stöðu ritara þingflokksins.

Sú hefð hefur myndast meðal þingflokks Pírata að slembivelja formann Pírata í upphafi hvers löggjafarþings. Er það gert til að uppfylla formkröfur Alþingis þegar kemur að ráðningu aðstoðarmanna við þingmenn, en aðeins formenn stjórnmálahreyfinga sem ekki eru ráðherrar geta ráðið sér aðstoðarmann. Að öðru leyti hefur “formaður” Pírata engum skyldum að gegna og hafa þau sem hafa borið þennan titil fyrir hönd Pírata afþakkað sérstaka álagsgreiðslu sem bætt er við laun þeirra. Aðstoðarmaður formanns starfar jafnt fyrir allan þingflokk Pírata.

Á fundinum var Björn Leví Gunnarsson slembivalinn sem formaður og tekur hann við af Halldóru Mogensen.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X