Píratar XP

Komið er að kosningu fyrir framkvæmdaráð Pírata 2019

Ekki láta þig vanta á viðburðinn og nýttu þinn rétt til að kjósa!

Næstkomandi föstudag verður kosið í framkvæmdaráð Pírata. Við bjóðum áhugasömum að koma í Tortuga á föstudaginn á milli kl. 21:00 og 00:00 og hlýða á kynningar frambjóðenda, taka þátt í spjalli og þiggja veitingar eftir kynningarnar. 

Frambjóðendur í ár eru alls ellefu talsins, en það eru þau: Hafdís Helga, Guðmundur Arnar, Árni Steingrímur Sigurðsson, Ágúst Beaumont, Sigurður Ágúst Hreggviðsson, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, Lárus Vilhjálmsson, Kári Gunnarsson, Júlíus Blómkvist Friðriksson, Jónas Lövdal og Jóhannes Þór Guðbjartsson.

Opnað verður fyrir kosningu í kosningakerfi Pírata föstudaginn 22. febrúar klukkan 15:30 og verður opið fyrir kosningu í sólarhring, til klukkan 15:30 þann 23. febrúar. Úrslit verða kynnt á aðalfundinum um leið og þau eru ljós.

Fyrir þá sem komast ekki bjóðum við upp á beina útsendingu frá Tortuga af kynningu frambjóðenda og einnig tilkynningu úrslita.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X