Komið er að kosningu fyrir framkvæmdaráð Pírata 2019

Ekki láta þig vanta á viðburðinn og nýttu þinn rétt til að kjósa!

Næstkomandi föstudag verður kosið í framkvæmdaráð Pírata. Við bjóðum áhugasömum að koma í Tortuga á föstudaginn á milli kl. 21:00 og 00:00 og hlýða á kynningar frambjóðenda, taka þátt í spjalli og þiggja veitingar eftir kynningarnar. 

Frambjóðendur í ár eru alls ellefu talsins, en það eru þau: Hafdís Helga, Guðmundur Arnar, Árni Steingrímur Sigurðsson, Ágúst Beaumont, Sigurður Ágúst Hreggviðsson, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, Lárus Vilhjálmsson, Kári Gunnarsson, Júlíus Blómkvist Friðriksson, Jónas Lövdal og Jóhannes Þór Guðbjartsson.

Opnað verður fyrir kosningu í kosningakerfi Pírata föstudaginn 22. febrúar klukkan 15:30 og verður opið fyrir kosningu í sólarhring, til klukkan 15:30 þann 23. febrúar. Úrslit verða kynnt á aðalfundinum um leið og þau eru ljós.

Fyrir þá sem komast ekki bjóðum við upp á beina útsendingu frá Tortuga af kynningu frambjóðenda og einnig tilkynningu úrslita.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....