Nú er hafin kjördæmavika og þá leggur þingflokkur Pírata land undir fót. Í þetta sinn mun þingflokkurinn einblína á að hitta fólk í atvinnulífinu með fókus á nýsköpun og menntamál.
Við komum víða við á landinu en stefnan er tekin á Vestfirði, Reykjanesið, Norðurland og höfuðborgarsvæðið. Ætlunin er að heimsækja hin ýmsu fyrirtæki og menntastofnanir. Þar ber helst að nefna Fjölmenningarsetrið á Vestfjörðum, Carbon Recycling International, Háskólann á Hólum, Háskólann á Akureyri, Byggðastofnun og Geimferðastofnun Suður-þingeyjarsýslu svo eitthvað sé nefnt.
Við leyfum almenningi að fylgjast með á Instagram. Endilega tékkið á okkur þar!