
Stefnumótun fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022 er hafin með pallborðsumræðum á www.piratar.tv og vinnufundum sem fara fram á fundir.piratar.is
Fyrstu tvær loturnar fóru vel af stað og má nálgast upptökur frá pallborðsumræðunum á piratar.tv
Fyrsta lotan fjallaði um skipulags- og samgöngustefnu Pírata, önnur lotan stendur nú yfir og fjallar um barnastefnu. Næstkomandi mánudag er annar vinnufundurinn um barnastefnuna og fer hann fram á https://fundir.piratar.is/stefnumotunpirata.
Fundir vegna barnastefnu eru skipulagðir 2. 6. 9. og 13. desember klukkan 20:00
Við viljum hvetja sem flest til að taka þátt í stefnumótun fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022. Fínn undirbúningur er að fara yfir samþykktar stefnur frá því fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018.
https://docs.google.com/document/d/1RPJlLg4ZV6wonaq-sr7QInU8gDKCxhMcjUQ2l700C5Y/