Kerfisstjórar Pírata

Á framkvæmdaráðsfundi þann 29.nóvember sl. samþykkti framkvæmdaráð að veita þeim Helga Hrafni Gunnarssyni og Árna Steingrími Sigurðssyni aðgang að kerfum Pírata. Helgi Hrafn og Árna Steingrími eru báðir félagsmenn Pírata en samkvæmt lögum Pírata gr.3.9. segir að eingöngu félagsmenn gegni trúnaðarstörfum innan Pírata. Samkvæmt gr.3.2. ber að upplýsa almenning um hverjir gegna trúnaðarstörfum Pírata.
Helgi Hrafn og Árni Steingrímur munu vera með aðgang að félagatali Pírata ásamt kosningakerfinu (http://x.piratar.is).

Framkvæmdaráð