Píratar XP

Katla Hólm kjörin í PPEU

Ný stjórn Pírata í Evrópu

Aðalfundur evrópskra Pírata var haldinn um helgina. Á fundinum var kosið um nýjar stefnur félagsins og breytingar á lögum ásamt því að samþykktar voru yfirlýsingar fyrir hönd meira en 20 Píratahreyfinga í Evrópu. Einnig var kosið í nýja stjórn félagsins, en í fráfarandi stjórn voru 3 af 9 meðlimum úr félagi íslenskra Pírata. Aldrei hafa verið fleiri stjórnarmeðlimir fyrir hönd íslenskra Pírata í stjórninni.

Katla Hólm Þórhildardóttir hlaut í dag endurkjör í stjórnina og tekur nú sæti sem varaformaður. Píratar óska Kötlu til hamingju með endurkjörið og alls hins besta í komandi störfum sínum fyrir hönd evrópskra Pírata.

Stjórn PPEU:

  • Mikuláš Peksa (PP-CZ)
  • Florie Marie (PP-FR)
  • Katla Hólm Þórhildardóttir (PP-IS)
  • Sebastian Krone (PP-DE)

Stjórnarmeðlimir:

  • Alessandro Ciofini (PP-IT)
  • Lukáš Doležal (PP-CZ)
  • Jan Mareš (PP-CZ)
  • Oliver Herzig – (PP-CAT)
  • Mia Utz – (PP-DE)

Nýjustu fréttir

Nýjast

Skoðun

X
X