Katherine Maher heiðursgestur á aðalfund

Katherine Maher var sérstakur leynigestur á aðalfundi Pírata laugardaginn 31. ágúst. Katherine er framkvæmdastjóri wikimedia foundation sem annast m.a. hina vel þekktu síðu wikipedia, og er baráttukona fyrir frjálsu flæði upplýsinga. Í fjölmörgum löndum er starfsemi wikipedia umdeild vegna þess aðgengis að upplýsingum sem síðan veitir almenningi ókeypis. Í ræðu sinni á aðalfundi nefndi Katherine þó að sjálf starfsemi wikipedia er róttæk í eðli sínu að því að leyti að hún veitir almenningi ekki bara aðgengi heldur leyfi honum að ritstýra síðunni sjálfur. Lesandi wikipedia að hennar mati er því ekki hlutlaus eða passívur, heldur virkur þátttakandi sem annað hvort samþykkir eða ekki þá heimsmynd sem honum býðst á síðunni.+

Katherine hvatti fundargesti sérstaklega til að missa sig ekki í smáum orrustum við bandamenn í baráttunni fyrir upplýsingafrelsi, heldur til að eyða tíma sínum í að taka stærri bardaga við óvini frjálsrar tjáningar hvar sem þeir kunna að finnast.

Katherine Maher hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra í rúm þrjú ár, síðan 2016. Hægt er að hlusta á viðtal við hana á hlaðvarpi Pírata síðar í dag. Fyrri heiðursgestir á aðalfundum Pírata eru m.a. Harvard prófessorinn Lawrence Lessig og aktívistinn Edward Snowden.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....