Píratar XP

Katherine Maher heiðursgestur á aðalfund

Katherine Maher var sérstakur leynigestur á aðalfundi Pírata laugardaginn 31. ágúst. Katherine er framkvæmdastjóri wikimedia foundation sem annast m.a. hina vel þekktu síðu wikipedia, og er baráttukona fyrir frjálsu flæði upplýsinga. Í fjölmörgum löndum er starfsemi wikipedia umdeild vegna þess aðgengis að upplýsingum sem síðan veitir almenningi ókeypis. Í ræðu sinni á aðalfundi nefndi Katherine þó að sjálf starfsemi wikipedia er róttæk í eðli sínu að því að leyti að hún veitir almenningi ekki bara aðgengi heldur leyfi honum að ritstýra síðunni sjálfur. Lesandi wikipedia að hennar mati er því ekki hlutlaus eða passívur, heldur virkur þátttakandi sem annað hvort samþykkir eða ekki þá heimsmynd sem honum býðst á síðunni.+

Katherine hvatti fundargesti sérstaklega til að missa sig ekki í smáum orrustum við bandamenn í baráttunni fyrir upplýsingafrelsi, heldur til að eyða tíma sínum í að taka stærri bardaga við óvini frjálsrar tjáningar hvar sem þeir kunna að finnast.

Katherine Maher hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra í rúm þrjú ár, síðan 2016. Hægt er að hlusta á viðtal við hana á hlaðvarpi Pírata síðar í dag. Fyrri heiðursgestir á aðalfundum Pírata eru m.a. Harvard prófessorinn Lawrence Lessig og aktívistinn Edward Snowden.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X