Píratar XP

Nýr starfsmaður þingflokks

Karl Ólafur Hallbjörnsson ráðinn starfsmaður þingflokks Pírata

Í vikunni fékk Þingflokkur Pírata glænýjan starfsmann til liðs við sig. Karl Ólafur Hallbjörnsson kemur til með að starfa með flokknum við hin ýmsu kynningarstörf ásamt Baldri Karli Magnússyni, Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur og Ragnheiði Kr. Finnbogadóttur.

Karl Ólafur, eða Kalli eins og hann er gjarnan kallaður, er með bakkalárgráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og meistagráðu í meginlandsheimspeki frá University of Warwick. Hann lét nýlega af störfum sem texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Hvíta Húsinu en hefur einnig starfað sem blaðamaður og sjálfstætt starfandi pistlahöfundur. 

Það er mér sönn ánægja að fá að veita þingflokki Pírata liðsinni við öll mikilvægu og spennandi verkefnin sem þau standa frammi fyrir í heimi stjórnmálanna – og hlakka til að geta lagt mitt af mörkum.

Við bjóðum Karl Ólaf hjartanlega velkominn í okkar góða hóp. 

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X