Nýr starfsmaður þingflokks

Karl Ólafur Hallbjörnsson ráðinn starfsmaður þingflokks Pírata

Í vikunni fékk Þingflokkur Pírata glænýjan starfsmann til liðs við sig. Karl Ólafur Hallbjörnsson kemur til með að starfa með flokknum við hin ýmsu kynningarstörf ásamt Baldri Karli Magnússyni, Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur og Ragnheiði Kr. Finnbogadóttur.

Karl Ólafur, eða Kalli eins og hann er gjarnan kallaður, er með bakkalárgráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og meistagráðu í meginlandsheimspeki frá University of Warwick. Hann lét nýlega af störfum sem texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Hvíta Húsinu en hefur einnig starfað sem blaðamaður og sjálfstætt starfandi pistlahöfundur. 

Það er mér sönn ánægja að fá að veita þingflokki Pírata liðsinni við öll mikilvægu og spennandi verkefnin sem þau standa frammi fyrir í heimi stjórnmálanna – og hlakka til að geta lagt mitt af mörkum.

Við bjóðum Karl Ólaf hjartanlega velkominn í okkar góða hóp. 

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....