Jólaboð Pírata 2019 – Dagskrá

Jólaboð Tortuga

Kæru Píratar, senn koma jólinn og við hlökkum svo til að komast í hátíðarskap, er líða fer að jólum þá ætlum við að halda eitt lítið jólaboð í Tortuga, Last Christmas kláraðist bjórinn snemma en í ár verður bjórinn bjórinn allstaðar, því skyldi það verða bjórajól og Helgi Hrafn fer ekki í jólaköttinn… hmm… þetta er hætt að vera sniðugt ef ég kem ekki “Do They Know It’s Christmas” inn í þessa kynningu. 

Föstudaginn 20. desember í Tortuga, Síðumúla 23

Húsið opnar klukkan 19:00 með GLÜHWEIN (jólaglögg á þýsku) eftir uppskrift formanns Pírata í Reykjavík, Guðjón Sigurbjartsson. Vegan og ekki vegan veitingar verða í boði hinna ýmsu félagsmanna. Ef fólk hefur áhuga á að hjálpa við að skreyta og undirbúa kvöldið að þá er það vel þegið og verða starfsfólk og sjálfboðaliðar á svæðinu frá klukkan 18:00 á föstudaginn. Einnig er velkomið að koma með heimatilbúna rétti. 

Skemmtanastjórar kvöldsins verða þeir Snæbjörn Brynjarsson og Eyþór Máni Steinarsson. 

DAGSKRÁ

  • 19:00 – Húsið opnar, jólaglögg í boði formanns PÍR ásamt veitingum. Bjór og léttvín að sjálfsögðu líka í boði.
  • 20:00 – Kahoot jólaspurningaleikur kosningastjórans.
  • 20:30 – Jólauppboð á óskilamunum Tortuga – Masters of Ceremony verða þeir Björn Þór og Unnar Þór úr framkvæmdaráði (allur ágóði rennur til nýliðastarfsemi Ungra Pírata).
  • 21:00 – Jólalsöngvakeppni Karaoke – kjörnir fulltrúar og þingmenn keppa í söngvakeppni, dómnefnd er skipuð úr Framkvæmdaráði, stjórn UP og stjórn PÍR. 
  • 22:00 – Gjörningur í boði oddvita Pírata í Reykjavík og oddvita Pírata í Kópavogi, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.
  • 22:30 – DJ Vala “Ritari” Framkvæmdaráðs – spilar út kvöldið.

Photobooth horn í boði Ungra Pírata – #piratajol2019

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest, endilega bjóðið vinum og vandamönnum. Gleðileg Jól!

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....