Home Fréttir Jólaboð Pírata 2019 – Dagskrá

Jólaboð Pírata 2019 – Dagskrá

0
Jólaboð Pírata 2019 – Dagskrá

Jólaboð Tortuga

Kæru Píratar, senn koma jólinn og við hlökkum svo til að komast í hátíðarskap, er líða fer að jólum þá ætlum við að halda eitt lítið jólaboð í Tortuga, Last Christmas kláraðist bjórinn snemma en í ár verður bjórinn bjórinn allstaðar, því skyldi það verða bjórajól og Helgi Hrafn fer ekki í jólaköttinn… hmm… þetta er hætt að vera sniðugt ef ég kem ekki “Do They Know It’s Christmas” inn í þessa kynningu. 

Föstudaginn 20. desember í Tortuga, Síðumúla 23

Húsið opnar klukkan 19:00 með GLÜHWEIN (jólaglögg á þýsku) eftir uppskrift formanns Pírata í Reykjavík, Guðjón Sigurbjartsson. Vegan og ekki vegan veitingar verða í boði hinna ýmsu félagsmanna. Ef fólk hefur áhuga á að hjálpa við að skreyta og undirbúa kvöldið að þá er það vel þegið og verða starfsfólk og sjálfboðaliðar á svæðinu frá klukkan 18:00 á föstudaginn. Einnig er velkomið að koma með heimatilbúna rétti. 

Skemmtanastjórar kvöldsins verða þeir Snæbjörn Brynjarsson og Eyþór Máni Steinarsson. 

DAGSKRÁ

  • 19:00 – Húsið opnar, jólaglögg í boði formanns PÍR ásamt veitingum. Bjór og léttvín að sjálfsögðu líka í boði.
  • 20:00 – Kahoot jólaspurningaleikur kosningastjórans.
  • 20:30 – Jólauppboð á óskilamunum Tortuga – Masters of Ceremony verða þeir Björn Þór og Unnar Þór úr framkvæmdaráði (allur ágóði rennur til nýliðastarfsemi Ungra Pírata).
  • 21:00 – Jólalsöngvakeppni Karaoke – kjörnir fulltrúar og þingmenn keppa í söngvakeppni, dómnefnd er skipuð úr Framkvæmdaráði, stjórn UP og stjórn PÍR. 
  • 22:00 – Gjörningur í boði oddvita Pírata í Reykjavík og oddvita Pírata í Kópavogi, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.
  • 22:30 – DJ Vala “Ritari” Framkvæmdaráðs – spilar út kvöldið.

Photobooth horn í boði Ungra Pírata – #piratajol2019

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest, endilega bjóðið vinum og vandamönnum. Gleðileg Jól!