
Stjórnarskrármálin verða brotin til mergjar á síðdegisfundi Pírata í suðvesturkjördæmi í dag.
Níu ár eru liðin frá því að þjóðin greiddi atkvæði um upptöku nýrrar stjórnarskrár á grundvelli tillagna frá Stjórnlagaráði, sem skilaði afrakstri vinnu sinnar sumarið 2011.
Hvers vegna hefur ekkert gerst í þessum efnum, þrátt fyrir skýran vilja kjósenda? Hvar er málið statt? Hvers vegna hafa síðustu ríkisstjórnir ekki virt vilja þjóðarinnar? Hvar er eiginlega nýja stjórnarskráin?
Þessum spurningum og fleirum verður leitað svara við á fundi dagsins, sem stýrt verður af Grétu Ósk Óskarsdóttur. Hún fær til sín Katrínu Oddsdóttur, meðlim stjórnlagaráðs og formann Stjórnarskrárfélagsins, og Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata sem jafnframt var nefndarritari hjá Stjórnlagaráði.
Hægt er að taka beinan þátt í fundinum á fjarfundarkerfi Pírata | Beint streymi verður einnig á dagskrá á piratar.tv og Facebook-síðu Suðvesturkjördæmis. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér.