Hvað er þetta Pírataþing?

Pírataþingið verður haldið þann 20. nóvember.

Pírataþing er staður þar sem við getum komið saman óháð stöðu innan flokksins og tekið sameiginlega á þeim stóru málum sem framundan eru. 

Við fengum í þetta skiptið veganesti frá aðalfundi í formi ályktunar um stefnumótun í varnarmálum en það verður nóg annað í boði og meðal annars viljum við að allir þátttakendur á Pírataþingi eigi möguleika á að koma málefnum á dagskrá en á deginum munu þátttakendur á þinginu sjálfir ákveða hvaða málum verður bætt við. 

Það er sérstaklega ánægjulegt að í þetta skiptið höldum við Pírataþing nokkrum dögum fyrir eiginlegan afmælisdag Pírata þann 24. nóvember og hvetjum við alla Pírata óháð því hvort fólk skráði sig í gær eða sat sjálfann stofnfundin til að taka þátt og hjálpa okkur að móta stefnur og málefni Pírata. 

Að halda Pírataþing er eitt af verkefnum Stefnu- og málefnanefndar Pírata og er þess getið í lögum félagsins. Til að geta haldið svona viðburð svo sómi sé af þarf að kosta einhverju til og vonum við því  að fólk sýni þátttökugjaldi skilning. Við viljum hins vegar ekki að neinn sem ekki á þess kost að styrkja viðburðinn geri það og því er þetta þátttökugjald algjörlega valfrjálst og öllum frjáls mæting óháð þátttökugjaldi.

Verkefni fundarins að þessu sinni verður að hefja vinnu við stefnumótun næsta árs og skipa hópa sem munu hafa það verkefni að vinna stefnur fram að næsta Pírataþingi sem verður á fyrri parti næsta árs. Á næsta Pírataþingi ætlum við að klára vinnu við stefnur og málefni hópana sem verða þá afgreiddar inn í kosningakerfið. 

Það verður margt fleira að gera á Pírataþingi og ekki síst tækifærið til að hitta og kynnast öðrum Pírötum á staðnum. Við hlökkum til og vonum að þú gerir það líka 

Fyrir hönd Stefnu- og málefnanefndar 

Indriði Ingi Stefánsson

Skráning og frekari upplýsingar má finna hér.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....