HVAÐ ÆTLA PÍRATAR AÐ GERA FYRIR LANDSBYGGÐINA?

Herbert Snorrason er í öðru sæti í NV kjördæmi fyrir Pírata segir í aðsendri grein fyrir Vestur, fréttaveitu Vestfjarða:

Herbert Snorrason portraitPíratar vilja ekki lofa því að eitthvað sé gert fyrir fólk; við viljum gera fólki kleift að gera hlutina sjálft. Þetta er hægt með ýmsum hætti: Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku, á öllum stigum og í öllum kerfum. Beint lýðræði, ekki aðeins þegar kemur að löggjöf heldur einnig í fjárlagagerð, framkvæmdum, og innan reksturs. Valddreifing, tilfærsla ákvörðunarréttar til þeirra sem verða fyrir beinum áhrifum, þýðir að hagsmunir utanaðkomandi aðila hafa minni áhrif á ákvörðunina sem tekin er. Það ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina – og höfuðborgarsvæðið líka.

http://www.vestur.is/blogg/adsendar_greinar/Hvad_aetla_Piratar_ad_gera_fyrir_landsbyggdina/