Eiríkur Rafn Rafnsson og Hrafnkell Brimar Hallmundsson kynna og ræða nýjar fjármálatillögur fyrir aðildarfélög innan Pírata.
Frá því í febrúar á síðasta ári hafa verið haldnir reglulega umræðufundir um hvernig megi bæta lög Pírata. Umbótartillögur hafa verið margar og fjölbreytilegar og hlotið mismiklar undirtektir, en ljóst er að verulegur áhugi er á því að uppfæra lög til að dreifa betur valdi innan hreyfingarinnar, skýra hlutverk og uppbyggingu, gera hlutverk kjörinna fulltrúa skýrari með bættum reglum um hverjir tala fyrir hönd hreyfingarinnar og hverjir hafa umboð til að semja fyrir hönd hennar, gera dreifingu fjármuna sanngjarnari, draga úr álagi þeirra sem gegna trúnaðarstörfum og auka virkni í félaginu.
Eftir fundaröð um vorið skipaði framkvæmdaráð hóp sem átti að leggja fram skipulagstillögur. Vinnuskjöl þessa hóps eru aðgengilegar inn á https://office.piratar.is/index.php/s/E5p664XCf7Jod8X
Á aðalfundi Pírata nú í haust voru einnig umræður um hvernig mætti bæta lög félagsins og í kjölfar þess voru tillögur þaðan og tillögur starfshóps settar í samráðsvettvang þar sem Pírötum bauðst að leggja fram úrbótartillögur, sínar eigin tillögur og kjósa með og á móti.
Vinsælustu úrbæturnar náðu loks á þetta lokastig og má lesa í fylgiskjölum. Hægt er að lesa umræður á samráðsvettvanginum á hlekk hér https://yrpri.org/community/1118
Hér eru tillögurnar báðar, undir fjármálum, í kosningakerfi Pírata: https://x.piratar.is/polity/1/