Píratar hafa sett upp stórglæsilega kosningaskrifstofu á höfuðborgarsvæðinu í Kolaportinu um helgar, þar seljum við ótrúlega flott dót sem okkur hefur verið gefið til fjáröflunar. Blöðrusverðin okkar hafa algerlega slegið í gegn. Á virkum dögum má alltaf finna Pírata að störfum á notalegasta kaffihúsinu í miðbænum og heitir einfaldlega Stofan. Við vonum að eigendur og starfsfólk þar á bæ fyrirgefi okkur það að yfirtaka stóra borðið svona oft.

Píratar norðan heiða hafa opnað notalega kosningaskrifstofu að Brekkugötu 1, á Akureyri og þar má finna NA kapteininn okkar hana Aðalheiði Ámundadóttur til skrafs og ráðagerða. Þar er líka hægt að komast fríkeypis á internetið.

Screen Shot 2013-04-19 at 7.49.44 AM