Píratar XP

Heimsfaraldur: Viðbrögð til framtíðar og verðmætamat þjóðar

Vermæti samfélagsins skökk?

Í Silfrinu um síðastliðna helgi gerði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, að umtalsefni verðmætamat samfélagsins og hvernig heimsfaraldurinn og áskoranirnar sem fylgja honum sýna okkur fram á hversu skakkt það raunverulega er.

Það er fólkið sem skapar verðmæti

“Þetta ástand er auðvitað tækifæri fyrir okkur að stunda samfélagslega sjálfsskoðun. Að líta vel og rækilega í spegil og spyrja okkur hvort þetta sé samfélagið sem við viljum vera? Hvort verðmætamat samfélagsins endurspegli raunveruleg verðmæti? Hvort við höfum kannski villst af leið í gildismati? Eða réttara sagt, hvort stjórnvöld endurspegli raunverulegt gildismat og verðmætamat þjóðarinnar? Það er fólkið sem skapar verðmæti og við sjáum það auðvitað mjög skýrt núna hverjir það eru sem að halda þessu samfélagi gangandi – Það er heilbrigðisstarfsfólkið okkar –   starfsfólk í velferðarþjónustu, starfsfólk í sorphirðu – starfsfólk verslana og annarrar nauðsynlegrar þjónustu – fólkið sem þrífur stofnanirnar okkar –  matvælaframleiðendur og kennarar í leik- og grunnskólum. þetta er fólk sem hefur ekki möguleikann á að vinna heima og neyðist til þess að taka aukna áhættu á smiti til þess að halda samfélaginu gangandi en þessi grundvallarverðmæti endurspeglast ekki í launaumslögum þessara stétta. Greta Thunberg sagði að það þýði ekkert að flýta sér aftur í hversdagsleikann vegna þess að hversdagsleikinn var krísa. Hagvaxtardrifin neysluhyggja gengur á auðlindir jarðar, er ósjálfbær og ósjálfbjarga og við höfum tækifæri nú til þess að byggja betri framtíð. Áherslur okkar Pírata liggja þar – endurskoðum verðmætamatið, styrkjum grænar lausnir, orkuskipti, rannsóknir, þróun og nýsköpun og tökum samfélagslegt samtal um framtíðarfyrirkomulag hagkerfisins.” Þórhildur Sunna

Þórhildur fór í þættinum yfir áherslur Pírata gagnvart viðbrögðum Ríkisstjórnarinnar við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, og kallaði eftir stærra samtali um hvernig við ætlum að halda áfram að byggja upp nýtt hagkerfi. Horfið á þáttinn á facebook-síðu Þórhildar Sunnu.

Þingflokkur Pírata hóf beinar útsendingar í dag.

Þórhildur Sunna sat ásamt Helga Hrafni fyrir svörum í beinni útsendingu á facebook-síðu Pírata í dag þar sem áhorfendum gafst tækifæri til þess að senda spurningar á facebook á meðan útsendingu stóð. Sérstök áhersla var lögð á COVID-19, viðbrögðin við faraldrinum og þingstörfin bæði undanfarið og framundan. Fulltrúar Pírata á þingi munu senda út vikulega þætti þar sem áhorfendum gefst tækifæri að spyrja spurninga og taka þátt. Hægt er að sjá fyrsta þáttinn hér. https://www.facebook.com/PiratarXP/videos/260717725332436/?t=14

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X