Píratar XP

Nýr starfsmaður þingflokks

Ragnheiður Kr. Finnbogadóttir nýr starfsmaður

Þingflokkur Pírata kynnir með stolti nýjan starfsmann. Ragnheiður Kr. Finnbogadóttir tók til starfa í vikunni og er þar með orðinn einn þriggja starfs­manna þingflokks Pírata, ásamt Baldri Karli Magnússyni og Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur

Ragnheiður, eða Heiða eins og hún er oftast kölluð, er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og starfaði hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins frá árinu 2014 þar til nýlega. Hún hefur brennandi áhuga á mannréttindamálum og hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi, m.a. stjórnum félagasamtaka á borð við Landssamband ungmennafélaga (LUF).

Heiða segist spennt fyrir komandi tímum á nýjum vettvangi.

„Ég hlakka til að starfa með þingflokki Pírata að mikilvægum samfélagsumbótum í þágu mannréttinda og lýðræðis á þessum spennandi tímum,

Við hlökkum sömuleiðis til að starfa með Heiðu og bjóðum hana hjartanlega velkomna.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X