Nýr starfsmaður þingflokks

Ragnheiður Kr. Finnbogadóttir nýr starfsmaður

Þingflokkur Pírata kynnir með stolti nýjan starfsmann. Ragnheiður Kr. Finnbogadóttir tók til starfa í vikunni og er þar með orðinn einn þriggja starfs­manna þingflokks Pírata, ásamt Baldri Karli Magnússyni og Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur

Ragnheiður, eða Heiða eins og hún er oftast kölluð, er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og starfaði hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins frá árinu 2014 þar til nýlega. Hún hefur brennandi áhuga á mannréttindamálum og hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi, m.a. stjórnum félagasamtaka á borð við Landssamband ungmennafélaga (LUF).

Heiða segist spennt fyrir komandi tímum á nýjum vettvangi.

„Ég hlakka til að starfa með þingflokki Pírata að mikilvægum samfélagsumbótum í þágu mannréttinda og lýðræðis á þessum spennandi tímum,

Við hlökkum sömuleiðis til að starfa með Heiðu og bjóðum hana hjartanlega velkomna.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....