Ragnheiður Kr. Finnbogadóttir nýr starfsmaður
Þingflokkur Pírata kynnir með stolti nýjan starfsmann. Ragnheiður Kr. Finnbogadóttir tók til starfa í vikunni og er þar með orðinn einn þriggja starfsmanna þingflokks Pírata, ásamt Baldri Karli Magnússyni og Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur.
Ragnheiður, eða Heiða eins og hún er oftast kölluð, er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og starfaði hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins frá árinu 2014 þar til nýlega. Hún hefur brennandi áhuga á mannréttindamálum og hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi, m.a. stjórnum félagasamtaka á borð við Landssamband ungmennafélaga (LUF).
Heiða segist spennt fyrir komandi tímum á nýjum vettvangi.
„Ég hlakka til að starfa með þingflokki Pírata að mikilvægum samfélagsumbótum í þágu mannréttinda og lýðræðis á þessum spennandi tímum,“
Við hlökkum sömuleiðis til að starfa með Heiðu og bjóðum hana hjartanlega velkomna.