Haukur Hilmarsson og #Höfumhátt hljóta Frelsisverðlaun Ungra Pírata árið 2018

Hjalti Björn Hrafnkelsson afhendir Darra Hilmarssyni, bróður og staðgengils Hauks Hilmarssonar, Frelsisverðlaun Ungra Pírata 2018.

Í kvöld var auka-aðalfundur Ungra Pírata haldinn í Síðumúla 23. Þar fór afhending Frelsisverðlauna Ungra Pírata fór fram. Sem einstaklingur fékk Haukur Hilmarsson verðlaunin fyrir framlag sitt til umhverfismála, fyrir auknu frelsi og réttindum hælisleitanda og flóttamanna, áralanga baráttu hans fyrir anarkisma á Íslandi og baráttu sína fyrir frelsi Kúrda og Kúrdistan. Í flokki samtaka eða hóps fengu konurnar á bakvið myllumerkið #Höfumhátt verðlaun fyrir baráttu sína gegn þöggun í Uppreist æru-málinu og fyrir auknu kynfrelsi og umræðu gegn kynbundnu ofbeldi.

Fyrr í dag var Ræðismanni Tyrklands á Íslandi afhent eftirfarandi áskorun:

Við í stjórn Ungra Pírata skorum á tyrknesk stjórnvöld og tyrknesk hermálayfirvöld að leita allra leið við að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi á yfirráðasvæði tyrkneska hersins. Við skorum jafnframt á tyrknesk yfirvöld að afhenda íslenskum stjórnvöldum allar þær upplýsingar sem þau hafa um Hauk og sýna þeim fulla samvinnu við að upplýsa íslensk stjórnvöld um allar þær upplýsingar sem þau kunna að hafa undir höndum sínum um Hauk Hilmarsson.

The board of the Young Pirates of Iceland challenge the Turkish government and Turkish military authorities to seek all ways and means available to them to find the whereabouts of Haukur Hilmarsson who was last known to be in Syria in currently Turkish controlled territory. Furthermore, we challenge the Turkish authorities to show the Icelandic government full cooperation and make available to them all current information about Haukur Hilmarsson’s whereabouts.

Síðan var Forsætisráðherra Íslands afhent eftirfarandi áskorun:

Við í stjórn Ungra Pírata skorum á íslensk stjórnvöld að leita allra leið við að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi á yfirráðasvæði tyrkneska hersins. Við skorum jafnframt á íslensk yfirvöld að afhenda allar þær upplýsingar aðstandendum hans sem þau hafa um Hauk Hilmarsson til að flýta fyrir málinu og takmarka sársauka þeirra.

Svo skorum við líka á stjórnvöld að beita sér fyrir löggjöf sem berst gegn kynbundnu ofbeldi og hvetjum þau til allra aðgerða sem snúa að því að bæta núverandi löggjöf til batnaðar þannig að hún styðji við þolendur kynferðisglæpa og að þolendum sé trúað.

Hér má svo finna greinargerð sem fylgir verðlaununum:

Haukur Hilmarsson var alla tíð óbilugur baráttumaður fyrir frelsi og réttlæti. Rík réttlætiskennd hans og kraftur leiddi hann snemma í aktivísma fyrir náttúruvernd, en hann var ungur hluti af aðgerðum gegn Kárahnjúkavirkjun í hópnum Saving Iceland og svo náttúruverndarsinnum í Bretlandi. Það var bara einn af mörgum málstöðum sem Haukur átti eftir að láta sig varða. Í búsáhaldabyltingunni flaggaði hann bónusfánanum á Alþingishúsinu eins og frægt er. Hann var virkur í No Borders og barðist fyrir réttindum hælisleitenda bæði hérlendis og í Grikklandi, tók þátt í ótal hústökum og gaf gestum og gangandi á Lækjartorgi mat sem hluti af framtakinu Food not bombs. Hann tók líka virkan þátt í frelsisbaráttu Palestínu sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. Síðast fór hann til Rojava og gekk til liðs við YPG í baráttu Kúrda gegn íslamistum, ofríki og kúgun tyrkneska hersins og fyrir stofnun réttláts og umburðarlynds ríki jafnaðar í Rojava. Hann tók þátt í róttækum aðgerðum og lét sér ekki nægja að einfaldlega hneykslast og láta stór orð falla. Hann mætti og hann gerði það sem hann gat, sem var heldur ekkert lítið.

Það er kannski auðvelt að gleyma því að 2006 var stjórnmálaflokkur með viðskeytið ,,grænir“ langt frá stjórnartaumunum eða hversu mikið sinnuleysi var gagnvart hælisleitendum árið 2013. Haukur barðist ekki fyrir hinum vinsælu málstöðum síns tíma, hann var á undan sinni samtíð og var þar sem hans var mest þörf. Hann benti á óréttlæti sem fólki vildi helst ekki viðurkenna eða samþykkja. Hann hafði ávallt hugrekkið til þess að synda á móti straumnum og fara sínar eigin leiðir. Það er eitthvað sem við mættum öll læra af.

Líf eins og Haukur lifði, í þágu þeirra sem eiga mest undir högg að sækja og eiga fæsta málsvara, er svo sannarlega þess virði að heiðra. Því frelsi má ekki bara vera fyrir þá sem eiga og mega heldur er það fyrir alla og sérstaklega þá sem eiga minnst og standa verst í heimi hér. Það er það sem við teljum að Haukur hafi sýnt okkur í verki alla ævi og því er það okkur sannur heiður að veita Hauki Hilmarssyni Frelsisverðlaun Ungra Pírata fyrir starf hans og baráttu í þágu frelsis fólks um heim allan.

Vignir Árnason, Formaður Ungra Pírata, afhendir Önnu Katrínu, Glódísi Töru og Höllu Ólöfu Frelsisverðlaun Ungra Pírata 2018.

#Höfumhátt

Sumarið 2017 hafði hópur kvenna verulega áhrif á íslenskt samfélag þegar þær leituðu allra leiða til að komast að sannleikanum að því hvers vegna gerandi fékk æru sín uppreista og lögmannsréttindi sín eftir að hafa brotið á þeim öllum kynferðislega þegar þær voru undir lögaldri og hlotið dóm fyrir. Með látlausri baráttu sinni drógu þær fram í dagsljósið upplýsingar sem sýndu að málið tengdist æðstu ráðamönnum landsins, þar sem Dómsmálaráðherra dró verulega á langinn að birta gögnin sem sýndu m.a. að faðir þáverandi Forsætisráðherra skrifaði undir rökstuðning fyrir því að gerandinn hlyti uppreista æru. Þá olli þetta mál því að síðasta ríkisstjórn féll og boðað var til nýrra kosninga haustið 2017.

Fyrir utan þær pólitísku afleiðingar sem mál þeirra hafði, þá hefur hópurinn lagt sitt af mörkum til þess að skila skömminni sem fylgir kynferðisbrotum aftur heim, til þeirra geranda sem bera ábyrgðina. Þá hefur átak þeirra sem kennt er við #Höfumhátt brotið niður múra þagnar og þöggunar sem hefur einkennt kynbundið ofbeldi.

Það er vegna þessa atriða að við verðlaunum þær Nínu Rún Bergþórsdóttur, Önnu Katrínu Snorradóttur, Glódísi Töru Fannarsdóttur og Höllu Ólöfu Jónsdóttur Frelsisverðlaunum Ungra Pírata árið 2018. Barátta þeirra fyrir auknu kynfrelsi, frelsi þolenda frá skömmun og þöggun og barátta þeirra fyrir bættri löggjöf er varða þessi mál sýnir að þær vel að þessu komnar. #Höfumhátt hefur þegar haft víðtæk áhrif á íslenskt samfélag og mun vonandi halda áfram að breyta íslensku samfélagi til hins betra. Við erum þess fullviss að barátta þeirra mun líka þolendum hugrekki til að segja frá og #Hafahátt í framtíðinni.

Við minnum þó á að baráttunni er hvergi nærri lokið og mun halda áfram. Þá minnum við líka stjórnvöld á að sofna ekki á verðinum og hvetjum þau til að bæta löggjöf og stuðning við þolendur kynbundins ofbeldis.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....