Hátíðarkveðja til allra Pírata í Kópavogi

Taktu þátt í starfinu á komandi ári!

Kæru Píratar í Kópavogi

Við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Framundan er kosningaár og við þurfum allar hendur á dekk fyrir komandi kosningabaráttu.

Okkur langar með þessum pósti, að segja ykkur hvað Píratar í Kópavogi hafa gert á liðnu ári og hvernig þið getið tekið þátt í starfinu á komandi tímum.

Hvað gerðu Píratar í Kópavogi á árinu?

Við Píratar höfum sem fyrr haft í ýmsu að snúast hér í Kópavogi undanfarna mánuði með góðum árangri.

Í byrjun árs hófum við eftirgrennslan með auglýsingakaupum bæjarins í málgögnum stjórnmálaflokka. Í ljós kom að bærinn hafði keypti auglýsingar í tímariti Sjálfstæðismanna fyrir á tólfta hundrað þúsund síðastliðin fimm ár. Engin skrifleg samþykkt var um þessa pólitísku styrki og nýir flokkar í bæjarstjórn höfðu ekki fengið veður af þeim. Að endingu samþykkti bæjarstjórn að leggja þessa styrki niður, enda ljóst að fyrirkomulag þeirra var bæði ógegnsætt auk þess sem aðeins einn flokkur sem stendur í reglulegri tímaritaútgáfu hér í bæ.

Á vormánuðum samþykkti bæjarstjórn reglur um hagsmunaskráningu bæjarfulltrúa en við höfðum verið annarra sveitarfélaga í þeim efnum. Kópavogsbúar eiga rétt á vitneskju um það hvort bæjarfulltrúarnir þeirra eigi t.d. hlut í fyrirtækinu sem gerir stóran samning við Kópavogsbæ, sitji í stjórn samtaka sem fá óvænt háan styrk frá bænum eða eigi fasteignir sem margfaldast í verði eftir breytt deiliskipulag. Öll slík tengsl eiga að vera uppi á borðum. Þannig tryggjum við virkt aðhald, komum í veg fyrir hagsmunaárekstra og spornum gegn spillingu.

Um þessar mundir er unnið að því að bæta aðgengi að ókyngreindum búningsklefum í sundlaugum Kópavogs, en hingað til hefur afar takmörkuð aðstaða verið til staðar fyrir fólk sem vill nota sérklefa þegar það fer í sund. Nú er loks verið að bæta úr því og öll ættu að geta stundað sund í Kópavogi án vandkvæða.

Fljótlega verður valkostur um grænkerafæði í öllum mötuneytum leik- og grunnskóla auk félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi, eftir tillögu okkar þess efnis. Okkur þykir mikilvægt að virða sjálfsákvörðunarrétt fólks og grænkerafæði er umhverfisvænn valkostur og bætt aðgengi að því getur auðveldað störf matráða þar sem algengustu fæðuofnæmin snúa að dýraafurðum. Þá var það skýr vilji barna á skólaþingi að hafa grænkerafæði á boðstólnum í auknum mæli.

Þetta var stiklað á stóru yfir verkefni Pírata á árinu sem er að líða.

Hvernig tekur þú þátt?

Það er spennandi starf framundan hjá okkur með stefnumótunarvinnu, prófkjörum og að lokum kosningabaráttu á vormánuðum. Við tökum alltaf vel á móti nýju fólki sem hefur áhuga á að vinna að betra samfélagi fyrir okkur öll.

Þú getur hjálpað okkur með því að:

Við hvetjum ykkur til þess að hafa samband við okkur og taka þátt í komandi kosningabaráttu. Við þurfum að skapa sterkt kosningateymi og láta heyrast í okkur á komandi mánuðum. Margar hendur vinna létt verk.

Allra bestu óskir um gleðilega hátíð og farsælt komandi kosningaár,

Sigurbjörg Erla, bæjarfulltrúi og Vigdís Fríða, formaður Pírata í Kópavogi.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....