Píratar XP

Hátíðarkveðja framkvæmdaráðs Pírata

Kæru Píratar

Í dag fögnum við lýðveldisafmæli Íslands og er það jafnan hátíðarstund fyrir alla landsmenn þó í dag upplifum við mjög skrýtna tíma. Í dag munu ekki vera þau hátíðarhöld sem við jafnan þekkjum því enn erum við í þeim kringumstæðum að takast á við covid-19 og fjöldatakmarkanir enn í gildi. Burtséð frá því þá munum við gera það besta úr þeim kringumstæðum sem við búum við og sést það þar sem fjölskyldur hittast og skipuleggja göngutúra, grillmatarboð eru skipulögð og haldið er í gleðina. Að halda í gleðina og vonina er mikilvægt því þjóðin hefur og er enn að ganga í gegnum erfiða tíma og er það ekki bara á sviði efnahagsmála. Við höfum öll verið vitni að atvikum síðastliðin ár innan stjórnsýslu okkar sem jafnan hefur dregið úr gleði okkar því væntingar okkar til stjórnsýslunnar eru háar, sérstaklega eftir hrunið 2008.

Sem sagnfræðingur þá er mér stundum minnistætt það sem Hegel ritaði í Lectures on the Philosophy of History;

„What experience and history teaches us is that nations and governments have never learned anything from history, or acted on principles deduced from it.“

Þó vissulega sé það staðreynd að þessi orð voru rituð meir en 200 ár síðan virðist þessi raunveruleiki eiga sér stað enn í dag.

Eitt af því sem Píratar hafa verið dugleg að gera er að læra af sögunni og gleyma ekki að til að framför eigi sér stað verðum við að halda á lofti þá reynslu sem við höfum og læra af henni. Við höfum í grunnstefnu okkar þá mikilvægu staðreynd að við eigum að beita gagnrýnni hugsun í gjörðum okkar við alla ákvarðana töku og tel ég það stöðuga fylgi sem við höfum haft sé mikið því að þakka. Við höldum áfram öll sömul að vera sú rödd innan þjóðfélagsins að þörf sé á breytingum því væntingum Íslendinga til stjórnsýslunnar er ekki mætt og við verðum að gera betur. Góð byrjun á því er ný stjórnarskrá sem er 150 ára gömul og er í raun ekki okkar stjórnarskrá, heldur stjórnarskrá sem var sniðin að þörfum dönsku þjóðarinnar 1849 og var svo okkur gefin sérstaka útgáfu af henni 1874 og er hún enn í gildi nú, þó með breytingum.

 Á sama tíma og ég vil óska öllum landsmönnum til hamingju með lýðveldisafmæli okkar vil ég einnig þakka öllum Pírötum fyrir þá frábæru vinnu sem hefur verið sinnt í áttina að því að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Breytingum er eingöngu hægt að ná fram ef nóg af fólki er tilbúið að taka upp baráttuna og berjast fyrir því sem það trúir á.

Guðmundur Arnar Guðmundsson

Formaður Framkvæmdarráðs Pírata

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X