Hall­dóra þing­flokks­for­maður á ný

Halldóra Mogensen er mætt aftur til starfa og hefur tekið við þingflokksformennsku í Pírötum á ný. Halldóra hefur verið í barneignarleyfi frá því í nóvember í fyrra, en eins og frægt er orðið eignuðust hún og Kristinn Jón Ólafsson strák þann tuttugasta þess mánaðar.

Sara Elísa Þórðardóttir stóð vaktina í fjarveru Halldóru og lét til sín taka í velferðarnefnd Alþingis þannig að eftir var tekið. Barneignarleyfi Halldóru lauk um liðna helgi og um leið varaþingmannssetu Söru, sem við kunnum bestu þakkir fyrir vel unnin störf á síðustu mánuðum.

Á þingflokksfundi Pírata í gær var einróma samþykkt að Halldóra myndi aftur taka við stöðu þingflokksformanns, en hún gegndi embættinu frá 28. ágúst 2019 til 1. október 2020. Þá var fyrirséð að Halldóra myndi taka sér leyfi frá störfum og stökk Helgi Hrafn Gunnarsson því til og tók við keflinu í hennar fjarveru.

Halldóra er því mætt af fullum krafti inn í þingstörfin og mun stýra þingflokksskútunni fram að kosningasigri Pírata í haust.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....