Halldóra endurkjörin og Björn nýr formaður

Halldóra Mogensen hefur verið endurkjörin þingflokksformaður Pírata. Kjör hennar fór fram á þingflokksfundi Pírata í dag, þar sem Björn Leví Gunnarsson hlaut jafnframt embætti formanns flokksins. Á fundinum var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir einnig endurkjörin varaþingflokksformaður og Gísli Rafn Ólafsson útnefndur næsti ritari þingflokksins.

Við upphaf hvers löggjafarþings hefur þingflokkur Pírata jafnframt valið nýjan formann Pírata með hlutkesti. Það var framkvæmt á fyrrnefndum þingflokksfundi og féll embættið í skaut Björns Levís Gunnarssonar.

Formannsembættinu fylgja engar formlegar skyldur eða valdheimildir. Björn Leví mun þannig, rétt eins og fyrri formenn Pírata, hafna 50 prósenta formannsálagi á þingfararkaup. Þingflokkur Pírata stendur fyrir formannsvalinu til að uppfylla formkröfur Alþingis og þannig tryggja aðgang að sömu aðstoð og aðrir þingflokkar njóta.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....