Píratar XP

Halldóra endurkjörin og Björn nýr formaður

Halldóra Mogensen hefur verið endurkjörin þingflokksformaður Pírata. Kjör hennar fór fram á þingflokksfundi Pírata í dag, þar sem Björn Leví Gunnarsson hlaut jafnframt embætti formanns flokksins. Á fundinum var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir einnig endurkjörin varaþingflokksformaður og Gísli Rafn Ólafsson útnefndur næsti ritari þingflokksins.

Við upphaf hvers löggjafarþings hefur þingflokkur Pírata jafnframt valið nýjan formann Pírata með hlutkesti. Það var framkvæmt á fyrrnefndum þingflokksfundi og féll embættið í skaut Björns Levís Gunnarssonar.

Formannsembættinu fylgja engar formlegar skyldur eða valdheimildir. Björn Leví mun þannig, rétt eins og fyrri formenn Pírata, hafna 50 prósenta formannsálagi á þingfararkaup. Þingflokkur Pírata stendur fyrir formannsvalinu til að uppfylla formkröfur Alþingis og þannig tryggja aðgang að sömu aðstoð og aðrir þingflokkar njóta.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X