Gunnar Ingiberg Gunnarsson mælti fyrir frumvarpi um strandveiðar á Alþingi

Virðulegi forseti, Kæri þingheimur, Íslenska þjóð!

Í dag stöndum við á tímamótum – við þurfum að hafa jákvæð áhrif á þróun byggðar í landinu og efla rétt smábátaeigenda til þess að stunda fiskveiða – ef þetta frumvarp, um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða sem ég mæli fyrir hér í dag, verður samþykkt – mun það gjörbreyta lífsskilyrðum fólks í þorpum og bæjum um allt land.

Núverandi fyrirkomulag fiskveiða, kvótakerfið hefur verið mörgum þungbært – sérstaklega litlum sjávarplássum. Ef þetta frumvarp nær fram að ganga verður stigið risa stórt skref til þess að stöðva fólksflótta frá sjávarbyggðum landsins og bæta lífsskilyrði og atvinnulíf á landsbyggðinni.

Með þvi að gera þetta frumvarp að lögum bætum við aðgengi að nýtingu auðlinda hafsins, bæði fyrir nýja aðila en einnig fyrir þá sem þegar stunda smábátaútgerð.

Við eigum að binda enda á uppkaup aflaheimilda stórútgerða og efla samkeppnisstöðu og atvinnulíf sveitarfélaga um allt land.

Við eigum að glæða hafnir landsins lífi á ný. Við eigum að efla fiskmarkaði og bæta hráefnanýtingu.

Við eigum að koma til móts við byggðir eins og Grundarfjörð, Stykkishólm, Suðureyri, Flateyri Þingeyri, Patreksfjöð, Tálknafjörð, Þingeyri,Súðavík, Norðfjörð, Kópasker, Húsavík, Dalvík, Grímsey, Raufarhöfn, Þórshöfn, Hornafjörð, Vestmannaeyjar og Sandgerði.

Sveitarfélög sem urðu til og blómstruðu vegna þess að frá þeim er stutt á gjöful fiskimið, sveitarfélög sem hafa liðið fyrir skertan aðgang að fiskimiðunum. Sveitarfélög sem hafa orðið kvótakerfinu að bráð með tilheyrandi fólksfækkun og hnignun.

Með frumvarpinu eins og það stendur í dag verður einstaklingum gert kleyft að stunda vistvæna útgerð og fiskveiðar án þess að raska lífríki sjávar.

Við bætum aðgengi að hráefni fyrir fiskvinnslur án útgerðar. Fyrirtæki sem ílla urðu úti í nýliðnu sjómannaverkfalli.

Það verður ekki hirð gullveigar sem stjórnar því hver fær að veiða sér til lífsframfæris. Kerfið eins og það er uppsett í frumvarpinu er hófleg nálgun á það sem fært er að gera. Norðmenn hafa svipuð brögð á sínu búi. Færeyingar ganga þó mun lengra.

En eitt er þó víst okkar mannfjandlega nálgun á þá stjórn fiskveiða sem í daglegu tali gengu undir heitinu “kvótakerfi” – er mannana verk.

Lög eru mannana verk. Því legg ég þetta frumvarp fram í von um að þvert á stjórnmálaflokka getum við sammælst um það að úrbóta sé þörf. Í dag eru kjöraðstæður til þess að ýta þessum breytingum úr vör.

Fiskverð er að lágt um þessar mundir þannig að áhyggjur af því að hálf íslenska þjóðin haldi til veiða eru úr lausu lofti gripnar. Jafnframt hafa athafnasamir menn og konur löngu flúið land með sína smábátaútgerð til Noregs og Færeyja.

Fjöldi Íslendinga hefur hreiðrað um sig í Norður-Noregi og hafa það raunar svo gott að er það borin von að þau skili sér aftur. Þekkingin á frágangi afla fór með þeim og bætti þar með samkeppnistöðu Noregs gagnvært íslandi.

Kæri þingheimur. Hér höfum við tækifæri til þess að bæta þann skaða sem framsal aflaheimilda olli landsbyggðinni. Þó svo að sá skaði verði alldrei fullbættur þá höfum við hér ásættanlega lausn sem þjónar hagsmunum nýliðunar og svo byggðar í landinu. Með þessu bindum við enda á kerfislæga áhættusókn þeirra sem stunda strandveiðar.

Þetta rímar alltsaman við fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....