Verið velkomin á Sjómannaþing Pírata sem haldið er í beinu netstreymi í dag, fimmtudaginn 3. júní. Blásið er til þingsins í tilefni Sjómannadagsins sem haldinn er hátíðlegur um helgina.
Píratar hafa frá fyrsta degi barist fyrir sanngjarnari og frjálsari sjávarútvegi. Uppboð aflaheimilda hefur verið Pírötum mikið hjartans mál og flokkurinn hefur ætíð tekið upp hanskann fyrir smábátasjómenn, til að mynda með þrálátri kröfu um frjálsar handfæraveiðar.
Á þinginu í dag ræðir Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, við sjómennina Arthur Bogason og Elsu Björk Harðardóttur. Þá verður fjöldi annarra sjómanna, baráttufólks fyrir sanngjarnari sjávarútvegi og þingmanna með stutt erindi í tilefni dagsins.
Þingið hefst klukkan 20 og má fylgjast með því í beinni útsendingu á Piratar.tv. Þar geta áhorfendur jafnframt sent þeim Álfheiði, Arthur og Elsu spurningar.
Nánari upplýsingar um Sjómannaþing Pírata má nálgast hér.