Grasrót stillir strengi fyrir kosningar

Grasrót Pírata hefur nú formlega sett sig í stellingar fyrir komandi kosningar, en helgina 13. – 14. febrúar var haldið vel heppnað tveggja daga Pírataþing, sem markar upphafið að kosningabaráttunni fyrir Alþingiskosningar 2021.

Þingið var mjög vel sótt en um 80 einstaklingar tóku þátt, jafnt kjörnir fulltrúar og frambjóðendur sem starfsfólk og aðrir einstaklingar úr grasrót. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá svo marga nýliða, en nokkur voru að taka þátt í sínum fyrsta viðburði á vegum Pírata. Samstarfsgleði og jákvæð orka settu mikinn svip á þingið.

Þátttakendur sjálfir mótuðu dagskrá þingsins samkvæmt Open Space aðferðinni, og komu fram yfir 100 uppástungur sem síðan var fækkað í 36 málefni sem rædd voru í hópavinnu. Við lok þingsins forgangsröðuðu þátttakendur málefnum með dot-voting aðferðinni og gefur sú forgangsröðun leiðbeinandi fyrirmæli um hverjar áherslur Pírata skuli verða í kosningabaráttunni. Stefnu- og málefnanefnd vinnur nú úr skilaboðum Pírataþingsins ásamt öðrum aðilum.

Þinginu stýrði Eva Pandora Baldursdóttir, formaður stefnu- og málefnanefndar. Nefndin mun svo skila samantek á skilaboðum þingsins til kosningastjórnar sem mun í framhaldinu móta kosningastefnuskrá. Stefnuskráin verður svo rædd á öðru Pírataþingi í apríl og formlega samþykkt í kjölfarið.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....