Græn og barnvæn þekkingarborg

Endurheimtum borgarlandið fyrir gangandi og hjólandi með því að fjölga göngu- og vistgötum og bíllausum svæðum. Flugvöllinn burt!

Styrktarsjóður fyrir yfirbyggð hjólaskýli, ókeypis í strætó til 18 ára aldurs og komum aftur með næturstrætó.

Barnvæn borg er sveigjanleg fyrir börn og setur þarfir þeirra í fyrsta sæti. Innleiðum 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla og aukum val fjölskyldnaforráðafólks þegar bilið er brúað frá fæðingarorlofi. 

Ræktum nærandi jarðveg skapandi hugmyndaauðgi með stuðningi við menningu, nýsköpun, listir og frábært næturlíf með samvinnu- og frumkvöðlarýmum í öll hverfi og næturklúbbasvæði með lengri opnunartíma á Granda.

Kjóstu heiðarleg stjórnmál með því að setja X við P. 

Kíktu á stefnur og framboðslista Pírata í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2022.

Nýjustu myndböndin