Píratar XP

Gleðilega Páska

Kæru félagar og vinir, dygga stuðningsfólk og góðu Píratar.

Gleðilega Páska. Hvað sem það þýðir fyrir þér. Hvort sem þeir snúist um samveru með fólkinu þínu, tækifæri til að kasta af þér mæðinni í amstri dagsins og njóta afslappandi augnabliks. Hvort sem þeir snúist fyrir þér um trú af hvaða toga sem sú kann svo sem að vera, jafnvel um frjósemishátíð. Hvort sem þeir þýði fyrir þér vinnutörn þar sem þú gegnir mikilvægu hlutverki í okkar samfélagsúrverki.

Í ár eru Páskarnir öðruvísi en við megum venjast í ljósi ástandsins af völdum COVID-19 faraldursins. Ástvinir víðs fjarri sem og vinir. En við sjáum að mörg nýta þessa tíma í meiri útiveru og ýmislegt uppbyggilegt. Önnur eru bara að reyna að lifa af krefjandi tíma og við vitum öll að það tekur á. Sum okkar eru alvarlega veik og enn önnur hafa misst ástvin. Þetta eru erfiðir og óvenjulegir tímar og við sendum þér hugheilar kveðjur, styrk og kraft, svo þér takist að gera það besta úr stöðunni. Megi frjósemisgyðjan fylgja þér og hjálpa þér að finna lausnir, hjálpa þér að skapa töfra.

Ýmislegt hefur gengið á í pólitíkinni. Yfirvöld allsstaðar eru að leggja sitt af mörkum til að koma til móts við ástandið. Sumsstaðar hefur það gengið aðeins of hratt fyrir sig og þá skaltu vita að við erum á vaktinni til að stuðla að góðum niðurstöðum fyrir okkur öll og hefur það ítrekað átt við á þingi undanfarnar vikur.

Borgarstjórn Reykjavíkur er að koma til framkvæmda yfirgripsmiklum aðgerðarpakka í þverpólitískri sátt og er það vel. Það er gott þegar við getum risið upp úr hversdagslegum samkeppnisham og unnið saman í sátt þar sem samkennd og samstaða fá að ráða ríkjum. Við Píratar viljum breyta pólitíkinni. Við viljum meiri samvinnu þar sem góðar hugmyndir fá að njóta sín sama hvaðan þær koma. Hér sjáum við þau vinnubrögð í verki.

Megir þú eiga ljúfa Páska og vittu til, það má víða sjá glitta í krókusana spretta úr moldinni. Alveg eins og gróðurinn rís og grænkar munum við taka við okkur sem samfélag, sem einstaklingar, og jafnvel vaxa örlítið í leiðinni.

Okkar bestu kveðjur,

Borgar- og bæjarstjórnarflokkar Pírata

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X