Gissur Gunnarsson – Minning

Fallinn er frá góður Pírati langt fyrir aldur fram. Gissur kom inn í starf Pirata árið 2014 og tók þátt í kosningabaráttunni þá um vorið sem skilaði okkar fyrsta manni inn í sveitarstjórn. Hann var virkur í stjórn Pírata í Reykjavik frá 2014 og gegndi stöðu varaformanns PíR 2015-16. Hann var alla tíð virkur í málefnastarfi flokksins og lét sér jafnréttis- og innflytjendamál miklu varða, sem og réttindi ferfætlinga. 

Gissur var hæfileikaríkur í kvikmyndagerð og gegndi lykilhlutverki i fjölmiðlunarhóp Pirata allt frá 2014 og var ábyrgðarmaður hópsins síðustu árin.

Eftir hann liggja fjölmörg verk í þágu Píratahreyfingarinnar en hann vann að og talsetti t.d. Þau myndbönd sem til eru um grunnstefnu Pírata og tók upp myndbandið um grunnstefnu Pírata á táknmáli. Hluti af myndböndunum á YouTube.

Í kosningabaráttu Pírata til Alþingiskosninga 2016 átti Gissur stóran þátt í því að við vorum sýnileg og sá til dæmis um myndatökur, myndbandsgerð og fleira efni sem birtist frá Pírötum. Slíkt gerði hann ávallt í sjálfboðavinnu og lagði til sín eigin tæki og verkfæri. 

Hann gegndi lykilhlutverki í framleiðslu á kvikmyndun og myndvinnslu fyrir Pírata í gegnum tíðina og var til að mynda sá sem tók upp og klippti myndbönd Þórhildar Sunnu og Söru Óskarsson fyrir sjónvarpsþættina Strandhögg.

Hann vann að gerð ýmissa stefnumála og tók virkan þátt í málefnastarfi Pírata og var einn stofnmeðlimur Frjálslyndisfélags Pírata. 

Hann veigraði sér ekki við að taka að sér erfið verkefni og sat í úrskurðarnefnd Pírata 2017 til 2018 þar sem hann gegndi sínu starfi af kostgæfni. 

Píratar þakka þér, vinur og félagi, samfylgdina. Færum Flori hlýjar kveðjur.

Jarðaförin fer fram í Fríkirkjunni kl:13.00 í dag (laugardagur 30. nóvember 2019).

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....