Fyrsti listi Pírata til Alþingiskosninga

Staðfestingakosning á lista Pírata í Norðausturkjördæmi er nú lokið og var listinn samþykktur. Þetta er fyrsti listinn sem Píratar samþykkja til Alþingiskosninga að undangengnu prófkjöri.

Staðfesting á kosningavefnum x.piratar.is

Hér gefur að líta þá fulltrúa sem skipa lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar:

 1. Einar Brynjólfsson, 47 ára, Framhaldsskólakennari, Akureyri
 2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, 54 ára, Rekstrarfræðingur, Akureyri
 3. Hans Jónsson, 33 ára, Öryrki, Akureyri
 4. Gunnar Ómarsson, 46 ára, Rafvirki / starfsmaður á sambýli, Akureyri
 5. Sævar Þór Halldórsson, 30 ára, Landvörður, Djúpivogur
 6. Helgi Laxdal, 35 ára, Viðgerðamaður, Svalbarðsströnd
 7. Gunnar Rafn Jónsson, 67 ára, Læknir, Húsavík
 8. Albert Gunnlaugsson, 60 ára, Framkvæmdastjóri, Siglufjörður
 9. Íris Hrönn Garðarsdóttir19 ára, Starfsmaður hjá Becromal, Akureyri
 10. Jóhannes Guðni Halldórsson, 26 ára, Rafeindavirki og forritari, Svalbarðsströnd
 11. Stefán Víðisson, 52 ára, Rafvélavirki, Egilsstaðir
 12. Martha Elena Laxdal, 42 ára, Þjóðfélagsfræðingur, Akureyri
 13. Garðar Valur Hallfreðsson, 39 ár, Tölvunarfræðingur, Fellabær
 14. Linda Björg Arnheiðardóttir, Öryrki og pistlahöfundur, Hörgársveit
 15. Þorsteinn Sigurlaugsson, 40 ára, Tölvunarfræðingur, Fellabær
 16. Sólveig Ósk Guðmundsdóttir, 26 ára, Aðstoðarframkvæmdastjóri, Húsavík
 17. Sigurður Páll Behrend, 39 ára, Tölvunarfræðingur, Egilsstaðir
 18. Hugrún Jónsdóttir, 38 ára, Öryrki, Akureyri
 19. Unnar Erlingsson, 44 ára, Grafískur hönnuður, Egilsstaðir
 20. Kristrún Ýr Einarsdóttir, 35 ára, Athafnastjóri hjá Siðmennt, Húsavík

Í Norðausturkjördæmi eru 260 skráðir Píratar. Í prófkjörinu höfðu þeir Píratar í Norðausturkjördæmi kosningarétt sem skráðir höfðu verið í amk 30 daga og kusu 78 manns, eða 30% félagsmanna, í prófkjörinu. Í staðfestingakosningunni tóku 49 manns þátt og 39 staðfestu listann. Við óskum Pírötum í Norðausturkjördæmi til hamingju með listann.