Kæru Píratar
Aðalfundur nálgast óðfluga og í kvöld verður hitað upp með kynningu á innra starfinu þar sem sitjandi fulltrúar í innra starfi Pírata fara yfir hvernig þau starfa, hvers er vænst í hverju hlutverki og hvað þau hafa lært af því að stýra stjórnmálaflokki. Fundurinn er haldinn í Tortuga, Síðumúla 23, frekari upplýsingar um fundinn má finna hér: Að stjórna stjórnmálaflokki | Viðburðardagatal
Frestur til að skrá sig á aðalfund rennur út á miðnætti laugardaginn 10. september nk.
Skráðu þig hér
Einnig minnum við á lagabreytingatillöguna sem er nú í kosningu á x.piratar.is en kosningu lýkur föstudaginn 9. september kl 17:00