Fulltrúar yngri kynslóða taka sæti á Alþingi

Í dag tóku sæti á Alþingi tvær varaþingkonur Pírata, þær Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Lenya Rún Taha Karim, en Gunnhildur Fríða varð um leið yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi. Hún er 19 ára og 241 daga gömul en fyrra metið átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var 20 ára og 355 daga gamall þegar hann tók sæti árið 2018. Gunnhildur Fríða er þekkt fyrir baráttu sína fyrir aðgerðum í loftslagsmálum og innleiðingu nýrrar stjórnarskrár en þessa vikuna situr hún á þingi sem varamaður fyrir Björn Leví Gunnarsson.

Lenya Rún Taha Karim komst í fréttirnar fyrr í haust þegar niðurstöður kosninganna bentu til þess að hún væri yngsti kjörni alþingismaður sögunnar. Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi datt hún af þingi og varð þess í stað 1. varaþingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún tekur nú sæti á Alþingi í fyrsta skipti en baráttumál hennar eru afglæpavæðing vímuefna, réttindi innflytjenda og flóttafólks og aðgengi jaðarsettra hópa að menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu. Lenya Rún er varamaður Andrésar Inga Jónssonar.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....