Píratar XP

Fulltrúar yngri kynslóða taka sæti á Alþingi

Í dag tóku sæti á Alþingi tvær varaþingkonur Pírata, þær Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Lenya Rún Taha Karim, en Gunnhildur Fríða varð um leið yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi. Hún er 19 ára og 241 daga gömul en fyrra metið átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var 20 ára og 355 daga gamall þegar hann tók sæti árið 2018. Gunnhildur Fríða er þekkt fyrir baráttu sína fyrir aðgerðum í loftslagsmálum og innleiðingu nýrrar stjórnarskrár en þessa vikuna situr hún á þingi sem varamaður fyrir Björn Leví Gunnarsson.

Lenya Rún Taha Karim komst í fréttirnar fyrr í haust þegar niðurstöður kosninganna bentu til þess að hún væri yngsti kjörni alþingismaður sögunnar. Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi datt hún af þingi og varð þess í stað 1. varaþingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún tekur nú sæti á Alþingi í fyrsta skipti en baráttumál hennar eru afglæpavæðing vímuefna, réttindi innflytjenda og flóttafólks og aðgengi jaðarsettra hópa að menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu. Lenya Rún er varamaður Andrésar Inga Jónssonar.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X