Fréttir af prófkjörum Pírata

Nú er skráningu í prófkjör Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri, Seltjarnarnesi og Reykjanesbæ lokið.

Í framboði í Prófkjöri Pírata á Akureyri eru Karl Halldór Vinther, Hrafndís Bára Einarsdóttir og Ólafur Búi Ólafsson. Á Seltjarnarnesi eru í framboði Guðbjörn Logi Björnsson, Björn Gunnlaugsson og Grímur Friðgeirsson. Frambjóðendur verða kynntir á samfélagsmiðlum Pírata á næstu dögum, fylgist vel með.

Hrafnkell Brimar Hallmundsson sem hafði tilkynnt um framboð sitt í prófkjöri Pírata í Reykjanesbæ hefur dregið það til baka og því fellur kosning niður.

Í tilkynningu á facebook síðu sinni segir Hrafnkell:

“Ég hafði aldrei ætlað mér oddvitasætið og við höfum undanfarið verið í viðræðum við aðila um sameiginlegt framboð, en vegna okkar reglna var mikilvægt að gefa öllum félögum kost á að taka þátt í prófkjöri. Þar sem ásókn var dræm dreg ég mig út til að hafa ekki lagatæknilegan forgang umfram aðra frambjóðendur þegar kemur að sameiginlegum lista.”

Margrét Sigrún Þórólfsdóttir ábyrgðaraðili prófkjörs auglýsir eftir frambjóðendum sem hafa áhuga á að taka sæti á lista Pírata og óháðra í Reykjanesbæ. Áhugasamir hafi samband við Margréti; margthor@piratar.is eða í síma: 776-0086.

Framboðsfrestur í prófkjöri Pírata á Ísafirði hefur verið framlengdur til 19. mars kl. 15:00 og munu frambjóðendur á Ísafirði verða kynntir á samfélagsmiðlum þegar frestur rennur út.

Kosningar hefjast í öllum prófkjörum laugardaginn 19. mars kl 15:00 og lýkur laugardaginn 26. mars kl. 15:00 Kosningarétt í prófkjörunum hafa allir skráðir Píratar.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....