Píratar XP

Píratar leita að nýjum starfskrafti

Þingflokkur Pírata auglýsir eftir einstaklingi til að starfa í hringiðu stjórnmálanna með þingmönnum flokksins. Við leitum að drífandi einstaklingi, með brennandi áhuga á stjórnmálum og félagsstarfi, sem getur hjálpað okkur að ná árangri.

Helstu verkefni og ábyrgð

  •  Samskipti við fjölmiðla
  •  Samskipti við grasrót Pírata
  •  Aðstoð við þingmenn í þingstörfum
  •  Ýmiss konar vinna með þingmönnum Pírata

Við leitum að skipulögðum dugnaðarforki sem getur skrifað framúrskarandi texta, hvort sem er við gerð fréttatilkynninga, ræðuskrif eða fyrir samfélagsmiðla. Frumkvæði, öguð vinnubrögð, sjálfstæði og samskiptahæfileikar skipta okkur miklu máli. Þekking á fjölmiðlum er kostur, sem og menntun og reynsla sem nýtist í starfi.

Um fullt starf er að ræða, tímabundið fram að næstu Alþingiskosningum. Reynslutími er 6 mánuðir. Laun og önnur kjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis.

Umsóknir má senda í umsóknarkerfi Alfreðs: https://alfred.is/starf/adstodarmadur-thingflokks-pirata-1

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X