Langar þig að breyta heiminum og fá borgað fyrir það? Langar þig að vinna með stórum hópi drífandi fólks sem öll stefna að sama marki? Enginn dagur er eins og þú upplifir að vinnan þín skipti máli? Þá ættirðu að heyra í Pírötum.
Við leitum nú að þremur verkefnastjórum fyrir alþingiskosningarnar í haust. Ráðningatímabilið er 1. júlí til 30. september 2021 og það verður uppfullt af fjölbreyttum verkefnum, skemmtilegu fólki og ógleymanlegum stundum.
Starfið felur í sér að hafa umsjón með kosningabaráttunni í landsbyggðarkjördæmunum þremur; Suðurkjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Við leitum að fólki með starfsstöð í viðkomandi kjördæmi, er tilbúið í slaginn og hefur bíl til umráða, enda ferðalög framundan.
Ertu til? Sæktu þá um á alfred.is. Nánari upplýsingar veitir Elsa Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, á netfangið framkvaemdastjori@piratar.is. Umsóknarfrestur er til 1. maí.
Nánari upplýsingar um helstu verkefni, ábyrgð og hæfniskröfur má nálgast hér.