Píratar XP

Lokaáfangi við gerð kosningastefnu

Stefnu og málefnanefnd ákvað á fundi sínum að kvöldi miðvikudagsins 14. apríl að setja fram eftirfarandi drög að vinnuferli til að leggja lokahönd á kosningastefnuskrá.

Nefndin mun nota þessa viku og þá næstu til að vinna úr afrakstri vinnuhópa um stefnumál, útkomu hinna tveggja pírataþinga og athugasemdum sem nefndinni hafa borist.

Um aðra helgi, þ.e. helgina 25. – 26. apríl mun verða haldin hálfs dags vinnufundur þar sem nefndin og efstu fimm frambjóðendur kjördæmanna ræða niðurstöðu vinnunnar og klára uppröðun og snurfusa.

Stefnu- og málefnanefnd mun í kjölfar vinnufundar með frambjóðendum birta drög að kosningastefnu og óska eftir athugasemdum frá grasrót í stuttan tíma áður en stefnutillaga fer í rafræna atkvæðagreiðslu allra flokksmanna.

Nefndin

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X