Lokaáfangi við gerð kosningastefnu

Stefnu og málefnanefnd ákvað á fundi sínum að kvöldi miðvikudagsins 14. apríl að setja fram eftirfarandi drög að vinnuferli til að leggja lokahönd á kosningastefnuskrá.

Nefndin mun nota þessa viku og þá næstu til að vinna úr afrakstri vinnuhópa um stefnumál, útkomu hinna tveggja pírataþinga og athugasemdum sem nefndinni hafa borist.

Um aðra helgi, þ.e. helgina 25. – 26. apríl mun verða haldin hálfs dags vinnufundur þar sem nefndin og efstu fimm frambjóðendur kjördæmanna ræða niðurstöðu vinnunnar og klára uppröðun og snurfusa.

Stefnu- og málefnanefnd mun í kjölfar vinnufundar með frambjóðendum birta drög að kosningastefnu og óska eftir athugasemdum frá grasrót í stuttan tíma áður en stefnutillaga fer í rafræna atkvæðagreiðslu allra flokksmanna.

Nefndin

Nýjustu fréttir

Mest lesið

X
X