Píratar XP

Kosningastjórn Pírata

Píratar eru að undirbúa sig undir Alþingiskosningarnar sem verða í lok september. Búið er að mynda kosningastjórn þar sem fulltrúar frambjóðenda, fulltrúar kjördæmisfélaga og fulltrúar yfirstjórnar hafa sæti ásamt framkvæmdastjóra Pírata. Samtals eru þetta 14 manns og verkefnin framundan eru mörg.

Í kosningastjórn sitja:

 • Albert Svan Sigurðsson; fulltrúi Pírata í Suðurkjördæmi
 • Arnór Freyr Ingunnarson; fulltrúi Pírata í NV-kjördæmi
 • Álfheiður Eymarsdóttir; 1. sæti Pírata í Suðurkjördæmi
 • Björn Leví Gunnarsson; 1. sæti Pírata í Reykjavík suður
 • Einar Brynjólfsson; 1. sæti Pírata í NA-kjördæmi
 • Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir; fulltrúi stjórnar Pírata í SV-kjördæmi
 • Elsa Kristjánsfóttir; framkvæmdastjóri Pírata
 • Gamithra Marga; fulltrúi framkvæmdastjórnar Pírata
 • Gísli Rafn Ólafsson; 2. sæti lista Pírata í SV-kjördæmi
 • Guðjón Sigurbjartsson; fulltrúi stjórnar Pírata í Reykjavík
 • Halldóra Mogensen; 1. sæti Pírata í Reykjavík norður
 • Magnús Davíð Norðdah; 1. sæti Pírata í NV-kjördæmi
 • Mörður Áslaugarson; fulltrúi stefnu- og málefnanefndar Pírata

Píratar í NA-kjördæmi hafa ekki enn skipað fulltrúa í kosningastjórn.

Kosningastjórnin hittist reglulega og ræðir verkáætlun og næstu skref, en starfsfólk Pírata ber mesta þungann af kosningavinnunni ásamt því sem frambjóðendur og grasrót fá skýr hlutverk. Markmiðið er að ná inn 10 þingmönnum fyrir Pírata á landsvísu; minnst einum þingmanni í hverju kjördæmi.

Kosningastjórn mun upplýsa grasrót reglulega um gang mála á umræðuþræði kosningastjórnar á spjall.piratar.is og vonast til líflegrar þátttöku grasrótar í umræðunum.

Kosningastjórn tekur einnig við ábendingum frá grasrót á kosningastjorn@piratar.is og í gegnum hugmyndabankann á kosningasíðu Pírata, sem er nú, rétt eins og aðrir Píratar, á leið úr prófkjörsham í kosningabaráttuham.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X