Kosningastjórn Pírata

Píratar eru að undirbúa sig undir Alþingiskosningarnar sem verða í lok september. Búið er að mynda kosningastjórn þar sem fulltrúar frambjóðenda, fulltrúar kjördæmisfélaga og fulltrúar yfirstjórnar hafa sæti ásamt framkvæmdastjóra Pírata. Samtals eru þetta 14 manns og verkefnin framundan eru mörg.

Í kosningastjórn sitja:

 • Albert Svan Sigurðsson; fulltrúi Pírata í Suðurkjördæmi
 • Arnór Freyr Ingunnarson; fulltrúi Pírata í NV-kjördæmi
 • Álfheiður Eymarsdóttir; 1. sæti Pírata í Suðurkjördæmi
 • Björn Leví Gunnarsson; 1. sæti Pírata í Reykjavík suður
 • Einar Brynjólfsson; 1. sæti Pírata í NA-kjördæmi
 • Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir; fulltrúi stjórnar Pírata í SV-kjördæmi
 • Elsa Kristjánsfóttir; framkvæmdastjóri Pírata
 • Gamithra Marga; fulltrúi framkvæmdastjórnar Pírata
 • Gísli Rafn Ólafsson; 2. sæti lista Pírata í SV-kjördæmi
 • Guðjón Sigurbjartsson; fulltrúi stjórnar Pírata í Reykjavík
 • Halldóra Mogensen; 1. sæti Pírata í Reykjavík norður
 • Magnús Davíð Norðdah; 1. sæti Pírata í NV-kjördæmi
 • Mörður Áslaugarson; fulltrúi stefnu- og málefnanefndar Pírata

Píratar í NA-kjördæmi hafa ekki enn skipað fulltrúa í kosningastjórn.

Kosningastjórnin hittist reglulega og ræðir verkáætlun og næstu skref, en starfsfólk Pírata ber mesta þungann af kosningavinnunni ásamt því sem frambjóðendur og grasrót fá skýr hlutverk. Markmiðið er að ná inn 10 þingmönnum fyrir Pírata á landsvísu; minnst einum þingmanni í hverju kjördæmi.

Kosningastjórn mun upplýsa grasrót reglulega um gang mála á umræðuþræði kosningastjórnar á spjall.piratar.is og vonast til líflegrar þátttöku grasrótar í umræðunum.

Kosningastjórn tekur einnig við ábendingum frá grasrót á kosningastjorn@piratar.is og í gegnum hugmyndabankann á kosningasíðu Pírata, sem er nú, rétt eins og aðrir Píratar, á leið úr prófkjörsham í kosningabaráttuham.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....