Öll velkomin á aðalfund Pírata í Kópavogi!

Léttar og ljúfar veitingar í boði

Á mánudagskvöld, þann 11. apríl kl. 8 verður aðalfundur Pírata í Kópavogi haldinn. Fundurinn verður haldinn í Tortuga, Síðumúla 23 og er kjörið tækifæri til þess að kynnast og bætast í grasrót Pírata í Kópavogi. 

Sigurbjörg Erla, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi verður með erindi um árangur Pírata á síðasta kjörtímabili og framhaldið. Þingkonan Þórhildur Sunna sér um fundarstjórn. Í boði verða léttar en ljúffengar veitingar.

Við hvetjum ykkur til þess að mæta á fundinn. Nú þurfum við að skapa sterkt kosningateymi og láta heyrast í okkur á komandi mánuðum. Margar hendur vinna létt verk.

Þá óskum við eftir framboðum í stjórnina. Stjórnin fylgist grannt með starfi bæjarfulltrúa Pírata í Kópavogi og tekur þátt í mótun starfsins í Kópavogi. Á árinu verða fjölmörg skemmtileg tækifæri sem bíða nýrrar stjórnar og grasrótarinnar í Kópavogi. Nú fyrst verður hægt að bjóða Kópavogsbúum upp á fjöruga viðburði og kynna starfið almennilega. Ný stjórn mun styðja við glæsilegan hóp fólks á lista í komandi kosningum og eftir þær. 

Vilt þú bjóða þig fram í stjórn? Þú getur boðið þig fram á þessari vefslóð: https://x.piratar.is/polity/124/election/146/

Hægt er að bjóða sig fram til kl. 20:30 á mánudaginn. Tilkynnt verður um úrslit kl. 21:00. 

Kosningabaráttukveðjur, Stjórn Pírata í Kópavogi

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....