Á mánudagskvöld, þann 11. apríl kl. 8 verður aðalfundur Pírata í Kópavogi haldinn. Fundurinn verður haldinn í Tortuga, Síðumúla 23 og er kjörið tækifæri til þess að kynnast og bætast í grasrót Pírata í Kópavogi.
Sigurbjörg Erla, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi verður með erindi um árangur Pírata á síðasta kjörtímabili og framhaldið. Þingkonan Þórhildur Sunna sér um fundarstjórn. Í boði verða léttar en ljúffengar veitingar.
Við hvetjum ykkur til þess að mæta á fundinn. Nú þurfum við að skapa sterkt kosningateymi og láta heyrast í okkur á komandi mánuðum. Margar hendur vinna létt verk.
Þá óskum við eftir framboðum í stjórnina. Stjórnin fylgist grannt með starfi bæjarfulltrúa Pírata í Kópavogi og tekur þátt í mótun starfsins í Kópavogi. Á árinu verða fjölmörg skemmtileg tækifæri sem bíða nýrrar stjórnar og grasrótarinnar í Kópavogi. Nú fyrst verður hægt að bjóða Kópavogsbúum upp á fjöruga viðburði og kynna starfið almennilega. Ný stjórn mun styðja við glæsilegan hóp fólks á lista í komandi kosningum og eftir þær.
Vilt þú bjóða þig fram í stjórn? Þú getur boðið þig fram á þessari vefslóð: https://x.piratar.is/polity/124/election/146/
Hægt er að bjóða sig fram til kl. 20:30 á mánudaginn. Tilkynnt verður um úrslit kl. 21:00.
Kosningabaráttukveðjur, Stjórn Pírata í Kópavogi