Fréttatilkynning Pírata í Reykjavík vegna öryggismyndavéla

Á borgarstjórnarfundi þann 21. mars greiddu tveir borgarfulltrúar Pírata atkvæði gegn samningi Reykjavíkurborgar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar um öryggismyndavélar í miðbæ Reykjavíkur. Einn borgarfulltrúi sat hjá.


Á borgarstjórnarfundi þann 21. mars greiddu tveir borgarfulltrúar Pírata atkvæði gegn samningi Reykjavíkurborgar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar um öryggismyndavélar í miðbæ Reykjavíkur. Einn borgarfulltrúi sat hjá.

Aftur á móti studdu allir Píratar í borgarstjórn nauðsynlega breytingu á samkomulaginu sem fól í sér styttan gildistíma samningsins. Greidd voru atkvæði sérstaklega um þá breytingartillögu. Í stað þess að samningurinn gildi til fimm ára án uppsagnarákvæðis gildir hann þess í stað út árið með möguleika á endurnýjun til árs í senn með skýru uppsagnarákvæði.  

Píratar munu leiða víðtæka þarfagreiningu og mat á forsendum samkomulagsins þar sem kallað verður eftir umsögnum frá þar til bærum fagaðilum á sviði mannréttinda-, afbrota- og persónuverndarmála og metið hvort samkomulagið samræmist m.a. mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. 

Æskilegt er að greiningarvinnunni ljúki sem fyrst og í síðasta lagi fyrir 1. nóvember næstkomandi svo endurskoða megi samkomulagið út frá þeim upplýsingum sem þá liggja fyrir. 

Æskilegra hefði verið að slík greining hefði farið fram áður en málið kom til samþykktar, svo hægt hefði verið að taka upplýsta ákvörðun um samninginn. Þá er sérstaklega mikilvægt að vanda til verka við ákvarðanatöku og skoða allar mögulegar afleiðingar þegar um er að ræða ákvarðanir sem koma til með að færa lögreglunni aukin völd og hafa burði til þess að vega að borgaralegum réttindum fólks.

Í ljósi þessa sjónarmiða greiddi meirihluti borgarfulltrúa Pírata atkvæði með málsmeðferðartillögu Sósíalista þess efnis að málinu yrði frestað þar til greining hefur farið fram. Sú tillaga var því miður felld.

Grunnstefna Pírata var skýr leiðarvísir í þessari atkvæðagreiðslu. Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir og að fyrri ákvarðanir þurfi alltaf að geta sætt endurskoðun. Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda og vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....