Fréttatilkynning: Aðalfundur Pírata haldinn um helgina

Aðalfundur Pírata fór fram nú um helgina. Meðal annars var kosið í framkvæmdaráð flokksins fyrir komandi starfsár, en þar kepptust 12 frambjóðendur um 5 sæti og jafn mörg varasæti, en kosið var með skoskri STV-kosningu. Einnig var slembivalið í tvö sæti og jafn mörg varasæti.

Björn Leví Gunnarsson, doktorsnemi í menntatölvutækni við Brandeis University í Massachusetts og varaþingmaður Pírata lenti í efsta sæti eftir kjörið og er því nýkjörinn formaður framkvæmdaráðsins.

„Píratar trúa ekki á leiðtoga og hafa engan einn formann“ segir Björn Leví. Aðspurður um hvað hann ætli að beita sér fyrir á starfsárinu segir hann: „Þau málefni Pírata sem ég hef mestan áhuga á eru beint lýðræði, höfundaréttur og ný hugsun í menntakerfinu. Öll okkar hafa sitt sérsvið og þekkingu sem mun koma til með að nýtast í starfinu í vetur, þannig að ég einn mun ekki hafa neitt úrslitavald. — Mér finnst sjálfum gaman að pæla í hvernig kerfi virka og finna galla í þeim, og það er örugglega það sem einkennir mitt sérsvið.“

Aðrir sem voru kjörnir í framkvæmdaráðið eru Þórgnýr Thoroddsen, Jason Scott Katz, Björn Þór Jóhannesson og Bjartur Thorlacius. Sigríður Fossberg Thorlacius og Sóley Sigurþórsdóttir voru síðan slembivaldar í framkvæmdaráðið.

Kjörnir varamenn í framkvæmdaráði eru Halldóra Mogensen, Svafar Helgason, Þ. Björg Þorgrímsdóttir, Arnaldur Sigurðarson og Bjarki Sigursveinsson. Hans Alexander Margrétarson Hanssen og Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir voru slembivalin.

Aðalfundurinn ásamt stofnun ungliðafélagsins Ungra Pírata marka upphafið af því sem koma skal eftir sumarið. Sem dæmi eru ýmsir félagsmenn farnir að huga að málefnastarfi á neðan aðrir eru farnir að huga að sveitarstjórnarkosningum næstkomandi vor, en til þess þarf að virkja sérstakar sveitarfélagsdeildir innan félagsins.


Meðfylgjandi er mynd af Birni Leví, merki Pírata og bæklingur sem inniheldur kynningu á og hagsmunaskráningu frambjóðenda til framkvæmdaráðs.


Um Pírata:
Píratar eru ungt, alþjóðlegt stjórnmálaafl sem berst fyrir raunverulegu gegnsæi og ábyrgð í stjórnkerfinu, auknu aðgengi að upplýsingum, beinu lýðræði, upplýsingafrelsi og endurskoðun höfundarréttar. Stjórnmálaflokkar Pírata eru virkir í yfir 40 löndum og hafa yfir 260 kjörna fulltrúa víða um Evrópu.


Tengiliðir við fjölmiðla vegna þessarar tilkynningar:
Björn Leví Gunnarsson, nýkjörinn formaður framkvæmdaráðs, s. +1-401-338-9859
Stefán Vignir Skarphéðinsson, ritari fundarins, s. 849-6891
Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, s. 844-6292.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....