Fréttabréf Ungra Pírata maí 2017

Í stuttu máli:

  • Symposium um höfundarrétt með Helga Hrafni verður núna á fimmtudag, 1. júní kl. 20.30 á Hressó
  • Aðalfundur UP 2017 verður 2. september (endanleg dagsetning). Skráðu þig í nefndir Ungra Pírata fyrir aðalfundinn 2017.
  • Næsti stjórnarfundur UP verður 7. júní
  • Síðasti félagsfundur annarinnar verður 14. júní
  • UP vantar nýtt logo. Sendu inn þína hugmynd til ungir@piratar.is. Frestur er 1. ágúst.

Í lengra máli:

Núna á fimmtudaginn 1. júní verður Symposium Ungra Pírata um höfundarrétt með sjálfum Helga Hrafni Gunnarssyni ofurPírata og fyrrverandi þingmanni. Herlegheitin vara frá 20.30 á Hressó.

Ekki er seinna vænna en að byrja að undirbúa aðalfund Ungra Pírata sem endanlega hefur verið ákveðið að verður laugardaginn 2. september. Taktu frá daginn og kvöldið fyrir fund og fundargleði! Ef þú vilt taka virkan þátt í undirbúningnum getur þú skráð þig í nefndir Ungra Pírata.

Okkur vantar fólk í eftirfarandi nefndir: Lagabreytingarnefnd, áherslumálanefnd og aðalfundarnefnd. Þú getur skráð þig í eina eða fleiri af þessum nefndum. Starfið hefst 14. júní á félagsfundi Ungra Pírata og mun hver nefnd þurfa að hittast nokkrum sinnum til að ljúka störfum sínum. Vertu með!

Næsti stjórnarfundur Ungra Pírata er miðvikudaginn 7. júní kl. 19 í Tortuga. Allir eru alltaf velkomnir á stjórnarfundi! Komdu og taktu þátt!

Síðasti félagsfundur annarinnar verður miðvikudaginn 14. júní kl. 19 í Tortuga. Þar mun starf nefndanna hefjast fyrir alvöru og eftir fundinn er stefnt að því að gera eitthvað kósí saman fyrir þá sem vilja.

Það er kominn tími til að UP fái eigið logo. Sendu inn þína hugmynd að logoi til ungir@piratar.is og taktu þátt í logosamkeppni UP! Skilafrestur er 1. ágúst. Verðlaun í boði.

Bestu kveðjur og knús frá stjórn Ungra Pírata!