Fréttabréf Ungra Pírata janúar 2017

Um leið og ég vil óska þér gleðilegs árs og þakka pent fyrir hið gamla ætla ég að kynna aðeins fyrir þér dagskrá og starf Ungra Pírata þessa önnina.

Stutta útgáfan:

– 4. febrúar verður spennandi og metnaðarfull Stjórnmálasmiðja Ungra Pírata haldin í Tortuga. Skráðu þig strax til að tryggja þér pláss þar sem það er takmarkað.

– Líktu við Unga Pírata á Facebook og gerðstu áskrifandi að viðburðum síðunnar til að fylgjast með öllum viðburðum UP.

– Stjórnarfundir verða hér eftir auglýstir sérstaklega til að opna þá fyrir félagsfólki og haldnir að jafnaði annan hvern miðvikudag.

– Stjórnin ætlar að halda reglulega félagsfundi og aðra opna viðburði.

– Tengstu Ungum Pírötum á félagsmiðlunum Snapchat, Instagram og Twitter undir notendanafninu @ungirpiratar.

Langa útgáfan:

Logo Ungra Pírata

– Laugardaginn 4. febrúar verður haldin Stjórnmálasmiðja Ungra Pírata. Dagskráin er metnaðarfull og glæsileg og mun lærdómurinn koma sér vel í starfi Pírata sem og lífinu öllu. Á dagskrá er ræðunámskeið með Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur Morfískempu og dagskrárgerðarkonu á Rás 2, Alþingi 101 með Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata, kynning á hugmyndafræði stjórnmálanna með Huldu Þórisdóttur dósent við HÍ, nýliðastund Pírata með Bergþóri Þórðarsyni þar sem starfið verður kynnt og útskýrt og málefnastarf þar sem lagður verður grunnur að pólitískum stefnum Ungra Pírata. ATH! Það er takmarkað pláss svo vinsamlegast skráðu þig til að vera viss um að geta tekið þátt.

– Stjórn Ungra Pírata hefur ákveðið að auka aðgengi að sínum fundum og byrja að auglýsa þá betur, allir eru velkomnir til að mæta og fylgjast með frá og með stjórnarfundi 2/2017 sem verður í dag, miðvikudaginn 18. janúar kl. 18 á Hressó.

– Við stefnum á að halda reglulega fræðandi og skemmtilega viðburði sem eru opnir öllum, í takt við þá sem við héldum í kosningabaráttunni. Nú í dag, miðvikudag, verður Symposium um spillingu á eftir stjórnarfundinum, og hefst sá viðburður kl. 20 á Hressó.

– Einnig ætlum við að standa að félagsfundum fyrir allt félagsfólk Ungra Pírata þar sem málefni félagsins verða rædd og starfið skipulagt. Við óskum þess að félagið sé aðgengilegt og opið og fögnum öllum áhuga. Hafir þú mál sem þú vilt ræða á félagsfundi geturðu sent tölvupóst á ungir@piratar.is með tillögunni og mögulegum fundargögnum. Allt félagsfólk UP getur lagt til mál sem eiga að fara á dagskrá félagsfundar. Hugmyndin er að á eftir stjórnarfundum annan hvern miðvikudag verði annað hvort félagsfundur eða opinn viðburður.

Fyrsti félagsfundurinn verður miðvikudaginn 1. febrúar kl. 20 í Tortuga, höfuðstöðvum Pírata á eftir stjórnarfundi 3/2017.

Við hlökkum til að byggja framtíð UP, Pírata og landsins með þér!

Fyrir hönd stjórnarinnar,

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Formaður Ungra Pírata

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....