Fréttabréf #4


Fréttabréf Pírata fyrir júní mánuð – #4

Nýjir þættir í Hlaðvarpinu

Í byrjun júní kíkti Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata í hlaðvarpið og ræddi borgarpólitíkina í einlægu viðtali við Oktavíu Hrund. Fréttabréf Pírata (FP) mælir eindregið með þessum skemmtilega þætti, en þar kemur Sigurborg meðal annars inná sín fyrstu ár í Pírötum, hvernig hún hreinlega labbaði inn af götunni, þekkti engan, og var strax komin í að móta stefnur og bjóða sig fram í prófkjöri. Þátturinn er fáanlegur á Apple Podcasts og Spotify eða þeim hlaðvarpsveitum sem þið eruð vön að nota. Gerist áskrifendur að hlaðvarpinu hér.

Væntanlegir þættir í hlaðvarpinu eru meðal annars Píratavinkilinn nýr hlutdrægur fréttaskýringaþáttur í umsjón Indriðia Inga Stefánssonar, þáttur í Pírataspjallinu um fjórðu iðnbyltinguna í umsjón Björn Levís þar sem viðmælendur eru þau Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir, for­stöðumaður fram­kvæmda hjá Veit­um, og Kristján Þórður Snæbjarnarson 1. varaforseti ASÍ. Ungir Píratar eru svo með þáttaröðina Heimspeki og Hagfræði þar sem þau Bjartur Thorlacius og Iva Marín Adrichem lesa kafla og greina bókina Man, Economy & State eftir Murray Rothbard.


Aðalfundur Pírata í Suðurkjördæmi

Aðalfundur Pírata í Suðurkjördæmi var haldinn í Reykjanesbæ laugardaginn 13. júní 2020. Ný stjórn var kjörin á fundinum og hana skipa þau Albert Svan, Eyþór Máni Steinarsson, Guðmundur Arnar Guðmundsson, Hrafnkell Brimar Hallmundsson og Vania Cristina Lopes. Nánar um samþykkt aðalfundar Pírata í Suðurkjördæmi má finna hér.

Framhalds-aðalfundur Pírata í Suðvesturkjördæmi

Kraginn hélt auka aðalfund miðvikudaginn 1. júlí 2020. Ný stjórn var kjörin á fundinum og hana skipa þau Iva Marín Adrichem, Lárus Vilhjálmsson, Indriði Ingi Stefánsson og Haraldur R. Ingvason.


Frum­varp Pírata um af­glæpa­væðingu fellt

Frum­varp Pírata um af­nám refs­inga fyr­ir vörslu neyslu­skammta fíkni­efna var fellt á Alþingi í lok júní. Vissulega eru þetta mikil vonbrigði en að sama skapi er virkilega gott að finna fyrir þeim mikla meðbyr sem þetta frumvarp fékk hjá þjóðinni.

Á vef Alþingis er hægt að skoða atkvæðagreiðsluna, hverjir kusu með og hverjir kusu á móti/hjásetur. Atkvæðagreiðslan á vef Alþingis.


Svafar Helgason

Svafar Helgason birti í morgun einlæga grein á visir.is um reynslu sína af vímuefnum og afhverju afglæpavæðing skiptir svona miklu máli. Í greininni segir Svafar:

“Í mínu tilfelli hafði lögmæti og refsingar tendar ólöglegum vímuefni engan fælingarmátt. Stærstu áhrifaþættir á mína neyslu voru félagslegar aðstæður mínar.”

Lesið greinina í heild sinni hér og endilega deilið henni áfram: Af hverju ég vil af­glæpa­væða vímu­efna­neyslu

Unnar Þór Sæmundsson
Unnar Þór Sæmundsson

Mannlíf birti ítarlega frétt um Facebookfærslu þar sem Unnar Þór Sæmundsson minnist vinar síns sem lést vegna ofneyslu vímefna. Í færslunni kemur meðal annars fram:

“Það gerir mig óendanlega sorgmæddan því ég veit frá fyrstu hendi hvernig vímuefni geta heltekið líf og lagt allt í rúst, ég þekki það líka hvernig núverandi löggjöf viðheldur ástandinu og dregur okkur til baka þegar vel gengur, gerir fíklum þannig erfiðara að skilja við neysluheiminn“

Lilja Sif Þorsteinsdóttir

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, sýndi fyrisjáanlega forræðishyggju og elítisma að hætti VG með grein sem hann birti á visir.is. Hann kemur sterkur inn sem tilvonandi vinningshafi “Tréfót Pírata” þetta árið, en það eru verðlaun sem eru veitt ár hvert á aðalfundi Pírata til þeirra sem hafa alveg óvart og án þess að ætla sér það aukið við fylgi eða styrkt málstað Pírata á einn eða annan hátt.

Lilja Sif Þorsteinsdóttir, formaður Snarrótarinnar – samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi svaraði Kolbeini í grein sem hún birti á visir.is, Lilja Sif skrifar:

“Hann skrifaði, í bókstaflegri merkingu, undir dauða fjölda manns í skiptum fyrir einhvers konar skiptidíl innan ríkisstjórnarinnar en það fyllir mælinn fyrir hann að fá lyftiduft inn um bréfalúguna. Slík sjálfhverfa ber merki um algjöran skort á því að geta sett sig í spor annarra, öðru nafni samkennd.”

Hægt er að lesa alla greinina hennar Lilju hér: Svar við grein Kol­beins Óttars­sonar Proppé


Sýndu afglæpavæðingunni stuðning með því að breyta prófíl myndinni þinni á Facebook.

Nýjir Facebook rammar (frames) fyrir Pírata sem vilja sína þessu frumvarpi stuðning er nú hægt að fá á Facebook. Hægt er að finna þá á Facebook í “add frames” undir “frames from pages you like” eða leita að Píratar.


Samfélagsmiðlar Smára

Smári McCarthy setti saman tvo punkta og komst að einni niðurstöðu varðandi heimasmíðaðar flugvélar á Íslandi. Í færslu sinni á Facebook skrifar Smári

“Hvers vegna getum við ekki framleitt rafmagnsflugvélar fyrir 10-12 farþega? Þekkingin er til, en fólk er kannski ekki nógu stórhuga. Það gæti hæglega farið svo að enn einu sinni missi Íslendingar af lestinni (eða, tja, flugvélinni) vegna þess að við bregðumst ekki með réttum hætti við fyrirsjáanlegum byltingum…”

Lesið alla færsluna og fylgist með á Facebook hér: 

https://www.facebook.com/smarimc/posts/10160036150719251

Davíð og Golíat

Forsetakosningarnar voru einnig ofarlega í huga Smára og urðu viðbrögð Guðmundar Franklíns eftir kosningaúrslit þar sem Guðmundur líkti kosningunum við söguna um Davíð og Golíat innblástur að hnittnri Facebook færslu Smára

“Hvort las hann ekki söguna, eða er að líkja sjálfum sér vísvitandi við Goliat (sem sumsé tapaði)? Hvort sem er: bwhahahaha okay hættu.”

Að mati FP (Fréttablað Pírata) vinnur Smári McCarthy samfélagsmiðla status verðlaun júní mánaðars með þessari BOMBU!


0% Pírata kusu Guðmund Franklín

Samkvæmt þjóðarpúls Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda eftir flokkum voru Píratar eini flokkurinn sem gaf ekkert atkvæði til Guðmundar Franklíns.


Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....