Fréttabréf #3

Maí mánuður hefur svo sannarlega verið umrótatími í stjórnmálum um allan heim og líklega hefur ekki farið framhjá neinum að Bandaríkin loga nú í átökum eftir morðið á George Floyd. Fréttabréfið að þessu sinni er tileinkað samstöðu með réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, og baráttu gegn rasisma í öllum samfélögum. Við gefum Píratanum Derek T. Allen orðið, en hann er einn af skipuleggjendum samstöðumótmælanna á Austurvelli.

Black Lives Matter

Birtingarmyndir íslensks rasisma

Þann 3. júní 2020 var haldinn samstöðufund í minningu hans George Floyds, maður sem myrtur var af lögreglumanninum Derek Chauvin, og allra aðra sem lentu fyrir lögregluofbeldi í Bandaríkjunum vegna kynþáttar síns. Þessi fundur var sá fyrstur af sínu tagi hér á landi þar sem umræður um rasisma og afleiðingar þess voru komnar á framfæri. Í kjölfar samstöðufundarins hefur mikið verið spurt og pælt um hvernig rasismi birtist í íslenska samfélaginu. Enn fremur eru mörg einnig að hugsa um hvernig væri hægt að bregðast við þann rasisma sem er til staðar. Hér fyrir neðan er ekki alveg tæmandi listi af hvernig rasismi getur sést á Íslandi og hvernig mætti forðast þennan rasisma í framtíðinni.

BirtingarmyndLausnir
Ólögmætar brottvísanirHafa samband við þingmenn og aðra stjórnmálamenn til þess að hvetja þá að endurskoða útlendingalöggjöf þar sem hún bitnar mest á fólki af öðrum kynþætti en hvítur. Það er enn fremur gott að heyra í Útlendingastofnun til þess að hana að fylgja reglum Dyflinnarsamningsins.
Lögregluofbeldi gagnvart friðsömum hælisleitendum Halda lögreglunni ábyrgri. Það má gera með því að varpa ljósi á því ofbeldinu á samfélagsmiðlum og krefjast þess að það verður í fréttunum. Hafa einnig samband við lögregluna sjálfa. Ef þú sérð ofbeldinu í persónu, reyndu að stöðva ofbeldinu ef hægt er. Ef svo er ekki, takið ofbeldið upp og dreifa þeirri upptöku eins víða og hægt er.
Takmarkanir og meðferð á vinnumarkaðinum og vinnustaðnumKynna þér reglugerðum sem varða fólk af erlendu bergi brotið. Ef þú serð rasisma á vinnustaðnum skaltu tilkynna næsta yfirmann, trúnaðarmann, eða annan aðila innan vinnustaðarins sem getur haldið ábyrgð á vellíðan starfsmanna.
Óvelkomin snerting á háriEf það er þú sem er forvitinn/forvitin/forvitið um hár svartrar manneskju má segja „Mætti ég spyrja um hárið á þér?” og snerta hárið þeirra einungis ef leyfi er gefið til þess. Ef þú sérð einhvern annan snerta hár svartrar manneskju án leyfis máttu segja þann sem snertir að þessi hegðun sé ekki boðleg.
Það að byrja strax að tala ensku með einhverjum sem er ekki með það hefðbundna “íslenska” útlitið. Tala íslensku við allar manneskjur sem þú sérð. Ef þú gerir þessa mistök, biðjast afsökunar. 
Það að spyrja einhvern dökkur á hörund hvaðan þau koma (sem gefur í skyni að ekki er haldið að viðmælandinn sé íslenskur). Ef þú verður að spyrja, segðu frekar “Mætti ég spyrja hvert þú mátt rekja þínar rætur?”

Þar eru fleiri dæmi, en þessi eru mögulega þau mest áberandi í íslenska samfélaginu. Ég vona að þið takið þátt í að hjálpa bæta stöðunni í samfélaginu fyrir fólkið á eyjunni sem er ekki hvítt. Ef þú vilt fræðast meira um þessi málefni má skoða nýju Facebook síðuna að nafni Black Lives Matter Iceland. 


Samhangs og sumarfrí

Samhangsið verður á sínum stað í dag kl. 17 á fundir.piratar.is/samhangs en þetta verður síðasta samhangs starfsfólks fyrir sumarfrí. Tortuga lokar í júlí mánuði en við komum sterk til baka í byrjun ágúst. Við hvetjum félagsfólk að sjálfsögðu til að halda áfram að hanga saman í fjarfundum jafnt sem raunheimum, en fjarfundakerfið er öllum opið í allt sumar!

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....