Fréttabréf #2

Fréttabréf Pírata fyrir apríl mánuð – #2

Á mánudaginn var fyrsti dagur tilslakana á samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins þann 15. mars sl.

Raunfundir og Fjarfundir

Í gærkvöldi fundaði framkvæmdaráð í Tortuga í fyrsta skipti síðan 10. mars, en að sjálfsögðu var vandlega gætt að tveggja metra reglunni. Starfsfólk er komið til vinnu í Tortuga og örlítið líf að færast yfir fallega félagsheimilið okkar. Áherslan okkar er þó áfram á fjarfundi og verður líklega út árið.

Píratar hafa hist í fjarfundar-gleðistund alla föstudaga síðan samkomubannið var sett á, og þetta er búið að vera svo gaman að við ætlum að halda gleðinni áfram í maí. Ef þú hefur alltaf verið á leiðinni að kíkja en ekki látið verða af – komdu þá og hittu okkur næstkomandi föstudag kl:17.00 á fjarfundarkerfi flokksins hér: https://jitsi.piratar.is/samhangs


Upplýsingastjóri gekk berserksgang í Stúdíó Tortuga!

Innra starf Pírata hefur riðlast í samkomubanninu en í öllum áskorunum felast tækifæri og þau hafa svo sannarlega verið gripin báðum höndum. Róbert Ingi Douglas upplýsingastjóri Pírata gekk berserksgang í Stúdíó Tortuga við að breyta uppsetningu til að tryggja Pírötum góðar sóttvarnir við upplýsingamiðlun félagsins. Stúdíó Tortuga er nú orðið bæði tæknilega glæsilegt og stenst hörðustu reglur um sóttvarnir, sjá frétt á piratar.is.

Upplýsingastjóri

Aðstaðan fór strax í fulla notkun en Þórhildur Sunna, Helgi Hrafn og Jón Þór, þingfólk Pírata komu öll í AMA (ask me anything) í Stúdíó Tortuga, fyrst 12 apríl og svo á Páskadag, þar sem félagsfólk og aðrir góðir gestir spurðu þau spjörunum úr. Oktavía Hrund Jónsdóttir varaþingmanneskja Pírata tók upp hlaðvarp um Covid-19 appið og friðhelgi, þar sem hún ræddi meðal annars við Höllu Kolbeinsdóttur tæknisérfræðing. Hægt er að nálgast þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum og á heimasíðu Pírata. Einnig er hægt að horfa á þáttinn á Facebook síðu Hlaðvarpsins @podcastpirata

Möguleikarnir eru nær endalausir (en takmarkast þó við 2ja metra regluna, þann búnað sem er til staðar og þolinmæði starfsfólks), áhugasöm um þáttagerð hafi samband við Róbert á douglas@piratar.is


Smári McCarthy skemmtir sér á samfélagsmiðlum!

Smári

Smári McCarthy hefur verið duglegur að vekja athygli á hinum ýmsu málum í gegnum Facebook síðu sína, þar hefur hann hlegið og skemmt sér konunglega yfir þingskaparleikfimi annarra þingmanna, sjá frétt á RÚV.

“Undangengið hláturskast var í boði Björn Leví Gunnarsson og Steingríms J. Sigfússonar, og var það algjörlega tryllt. Held ég hafi aldrei hlegið jafn mikið að góðri þingskaparleikfimi. Bravó. Encore!”  Smári McCarthy á Facebook.

Grein eftir Hrafn Jónsson í Kjarnanum virtist einnig hafa töluverð áhrif á Smára og vill ritstjórn Fréttabréfs Pírata þakka honum fyrir að benda okkur á þessa afbragðs grein.

“Hólícrap, hvað þetta er góð grein. Ég stóð upp og klappaði á einum tímapunkti. Gargandi snilld.”  Smári McCarthy á Facebook.

En í þessari frábæru grein skrifar Hrafn um fund skipulags- og samgöngu­ráðs Reykjavíkurborgar þar sem okkar fulltrúi, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er formaður. Sigurborg birti á Twitter nokkur brot af til­lögum meiri­hlut­ans og bók­anir minni­hlut­ans gegn þeim. Í greininni gagnrýnir Hrafn minnihlutann sem afturhaldsafl þar sem björtu geislar vors­ins hafa ekki náð.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir mun ræða sín störf og feril sem stjórnmálakona og Pírati í næsta þætti Hlaðvarpsins, en sá þáttur kemur út um miðjan mánuðinn og er í umsjón Oktavíu Hrundar.


Þingflokkur Pírata að betrumbæta ríkisstjórnina

Verkefni þingflokks Pírata nú á tímum COVID-19 hafa einna helst snúið að aðgerðum vegna efnahagslegra áhrifa heimsfaraldursins. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tvo aðgerðarpakka og kynnt þann þriðja. Þær aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem birtast í pökkunum hafa einkennst af samráðsleysi, stefnuleysi og skorti á framsýni. Píratar hafa brugðist við, greint og gagnrýnt það sem betur mætti fara í þessum aðgerðarpökkum. Ýmsum jákvæðum breytingum hefur verið náð fram m.a. vegna áherslna og vinnu Pírata, t.d. skilyrði um bann við arðgreiðslum, rýmkuð skilyrði varðandi hlutabótaleiðina svonefndu auk þess sem útlit er fyrir að þónokkrar jákvæðar breytingar á þeim aðgerðarpakka sem nú er til meðferðar.

Þrátt fyrir þennan árangur hefur þingflokkur Pírata einnig mætt nokkurri mótstöðu. Sem dæmi má nefna að frumvarp sem þingflokkurinn lagði fram ásamt öðrum í stjórnarandstöðu, um að fella niður og leiðrétta afturvirka launahækkun þingmanna og ráðherra var ekki afgreitt úr nefnd í tæka tíð vegna andstöðu meirihlutans. Þannig tryggði meirihlutinn að umrædd launahækkun kæmi til framkvæmda ásamt tilheyrandi afturvirkum greiðslum. Þá hefur meirihlutinn á þingi kerfisbundið fellt allar breytingartillögur sem stjórnarandstaðan hefur lagt fram hvað varðar efnahagslegar aðgerðir stjórnvalda, algjörlega eftir flokkslínum og óháð innihaldi þeirra.


Verkfall í Kópavogi

Sigurbjorg Erla

Í síðasta fréttabréfi var fjallað um grun um verkfallsbrot hjá Kópavogsbæ sem Sigurbjörg Erla, oddviti Pírata í Kópavogi tilkynnti til Eflingar. Efling staðfestir að um brot hafi verið að ræða, en málið er til vinnslu hjá Eflingu, lesið fréttina hér á Fréttablaðinu.

Verkfallið hófst aftur í gær eftir að hlé var gert á því vegna Covid-19, en strax í dag greindi mbl.is frá því að grunur hafi komið upp um annað verkfallsbrot, auk þess sem verkfallsvörðum Eflingar var vísað út frá Velferðarsviði Kópavogs þar sem sviðsstjóri neitaði að svara spurningum þeirra um vinnustaðinn og framkvæmd verkfallsins.

Sigurbjörg segir fátt koma sér á óvart lengur í verklagi bæjarstjórnar Kópavogs en hún hefði þó átt von á því að verkfallsbrotið sem þegar er til skoðunar myndi ýta við fólki að standa almennilega að málum í verkfalli.

 Verkfallsrétturinn er grundvallar réttur launafólks og hann ber að vernda, ég get ekki sætt mig við það að bæjarstjórn Kópavogs brjóti ítrekað á þessum grundvallar réttindum.   sagði Sigurbjörg, oddviti Pírata í Kópavogi.

Á döfunni:

Aðalfundur Femínistafélags Pírata verður haldinn á internetinu næstkomandi laugardag 9. maí klukkan 13:30 til 16:00. Frekari upplýsingar má finna á facebook síðu félagsins.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....