Píratar XP

Fréttabréf #1

Nú er langt liðið á þriðju viku samkomubanns og líf flestra vonandi farið að færast aftur í fastar skorður þó breyttar séu. Píratar halda áfram að hittast á rafrænum vettvangi og halda gleðistund alla föstudaga kl. 17 á https://jitsi.piratar.is/samhangs á meðan samkomubanni stendur.Rásin er þó alltaf opin og hvetjum við fólk til að mæla sér mót þar milli gleðistunda.

Þingflokkur Pírata

Starfsemi Alþingis hefur verið með heldur óvenjulegum hætti undanfarið sökum COVID-19 faraldursins. Á meðan samkomubann er í gildi hafa þingmenn og starfsfólk unnið heiman frá nema þegar nauðsyn krefur. Í gær fór þó fram á Alþingi 2. umræða um nokkur mikilvæg mál: Svonefndan “bandorm” um ýmsar aðgerðir stjórnvalda til að mæta efnahagslegum áhrifum af heimsfaraldri kórónuveiru, sérstakt tímabundið fjárfestingarátak og fjáraukalagafrumvarp fjármálaráðherra.Þessar aðgerðir eru margt ágætar en duga vart lengra en sem fyrsta skref í langri vegferð. Við vinnu málanna í efnahags- og viðskiptanefnd annars vegar og fjárlaganefnd hins vegar hafa Smári McCarthy og Björn Leví Gunnarsson unnið að því að gera nauðsynlegar umbætur á málunum og málunum fylgja nú nokkrar mikilvægar breytingartillögur í 2. umræðu. Í áðurnefndum bandormi, sem til umræðu var í efnahags- og viðskiptanefnd, var m.a. sett skilyrði um að þau fyrirtæki sem taki svonefnd brúarlán með ríkisábyrgð megi ekki greiða sér arð. Þá náðust fram mikilvægar breytingar á fjárfestingarátakinu þar sem átakið var hækkað um ca. 5 ma.kr., en aukningin ráðstafast að miklu leyti til nýsköpunar, rannsókna og skapandi greina og auk hálfs milljarða innspýtingar í byggingu nýja Landspítalans.Störf þingflokksins eru einnig með heldur óhefðbundnu sniði. Þingflokksfundir eru nú allir haldnir í fjarfundi og einungis þeir þingmenn sem þurfa að taka þátt í þingstörfum mæta í þingsal hverju sinni. Þrátt fyrir óvenjuleg og að mörgu leyti snúin vinnuskilyrði þá mun þingflokkurinn engu að síður halda áfram að veita meirihlutanum aðhald en á sama tíma að styðja við nauðsynlegar aðgerðir stjórnvalda á þessum erfiðu og fordæmalausu tímum.

Píratar í Kópavogi

Píratar í Kópavogi hafa haft í nógu að snúast við aðhald og úrbætur í stjórnsýslu Kópavogs. Þar ber helst að nefna birtingu fylgigagna með fundargerðum bæjarstjórnar en sameiginleg tillaga Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar var samþykkt á fundi bæjarráðs þann 24. mars sl.Hér fetar Kópavogur í fótspor Reykjavíkurborgar en Píratar í Reykjavík áttu einmitt stóran þátt í að koma því verklagi á árið 2016. Breytingin er áfangasigur í baráttunni fyrir gagnsærri stjórnsýslu og óskum við Kópavogsbúum til hamingju með áfangann.Samþykkt tillögunnar kemur þó fram í skugga gruns um alvarlegt verkfallsbrot af hálfu Kópavogsbæjar, en það var einmitt oddvitinn okkar í minnihluta, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sem sama dag uppgötvaði brotið og tilkynnti til Eflingar. Sigurbjörg var í morgunþætti Miðjunnar í morgun þar sem hún reifaði málið.Samhliða þessu hafa Píratar í Kópavogi unnið að undirbúningi aðalfundar en hann fer fram laugardaginn 4. apríl kl 14. Í ljósi aðstæðna hefur fundurinn verið færður alfarið í fjarfund og verður spennandi að fylgjast með hvernig tekst til: https://www.facebook.com/events/1859292030873797/

Píratar í Reykjavík

Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar vegna Covid-19, stafræn vegferð Reykjavíkurborgar á blússandi siglingu og tæknilæsi fullorðinna er meðal umfjöllunarefna nýjustu fréttar um Pírata í Reykjavík.

Aðildarfélög Pírata

Það er óhætt að segja að Covid-19 veikin hafi komið á miklum umrótatímum hjá Pírötum en félagsstarfið í aðildarfélögunum hefur verið í góðum vexti í vetur, og flest félög komin í startholurnar fyrir kosningaundirbúning. Við tókum stöðuna á nokkrum aðildarfélögum Pírata í vikunni og heyrðum af störfum þeirra á þessum fordæmalausu tímum.Við munum áfram birta reglulegar fréttir af starfsemi Pírata um allt land – fylgist með!Munið svo að hugsa vel hvert um annað, halda góðu sambandi við vini og fjölskyldu og þvo ykkur um hendurnar!

YARR!Starfsfólk Pírata

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X