Framkvæmdaráð skiptir með sér verkum

Á aukaaðalfundi Pírata sem fram fór um helgina voru kjörin ný inn í framkvæmdaráð þau Andri Þór Sturluson, Jón Gunnar Borgþórsson, Valgeir Helgi Bergþórsson, Eldbjörg Arnardóttir, Gunnar Ingiberg Guðmundsson.

Á fyrsta fundi framkvæmdaráðs skipti ráðið með sér verkum og var ákveðið að kjósa í öll embætti. Eldbjörg bauð sig fram sem ritara og var samþykkt samhljóma, Jón Gunnar bauð sig fram til alþjóðafulltrúa og var það samþykkt samhljóma, Gunnar Ingiberg bauð sig fram sem gjaldkera og var það samþykkt samhljóma. Þrír buðu sig fram til formanns framkvæmdaráðs, fékk Sindri Viborg meirihluta atkvæða og er því nýr formaður.

Auk nýrra meðlima í framkvæmdaráði sitja þau Sindri Viborg, Albert Svan Sigurðsson, Ásmundur Alma Guðjónsson, Rannveig Ernudóttir og Nói Kristinsson.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....