Á aukaaðalfundi Pírata sem fram fór um helgina voru kjörin ný inn í framkvæmdaráð þau Andri Þór Sturluson, Jón Gunnar Borgþórsson, Valgeir Helgi Bergþórsson, Eldbjörg Arnardóttir, Gunnar Ingiberg Guðmundsson.
Á fyrsta fundi framkvæmdaráðs skipti ráðið með sér verkum og var ákveðið að kjósa í öll embætti. Eldbjörg bauð sig fram sem ritara og var samþykkt samhljóma, Jón Gunnar bauð sig fram til alþjóðafulltrúa og var það samþykkt samhljóma, Gunnar Ingiberg bauð sig fram sem gjaldkera og var það samþykkt samhljóma. Þrír buðu sig fram til formanns framkvæmdaráðs, fékk Sindri Viborg meirihluta atkvæða og er því nýr formaður.
Auk nýrra meðlima í framkvæmdaráði sitja þau Sindri Viborg, Albert Svan Sigurðsson, Ásmundur Alma Guðjónsson, Rannveig Ernudóttir og Nói Kristinsson.