Framhald aðalfundar

Aðalfundi Pírata 2016 verður fram haldið sunnudaginn 19.júní kl 16:00 í Tortuga, höfuðstöðvum Pírata að Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

Dagskrá:
16:00– Setning framhalds Aðalfundar Pírata 2016
16:10– Skoðunarmenn fara yfir reikninga og ársskýrsla kynnt
16:40– Örstutt kynning á frambjóðendum í úrskurðarnefnd og skoðunarmönnum reikninga
16:55– Kosning á nýjum skoðunarmönnum reikninga og kosning í úrskurðarnefnd.
17:25– Önnur mál
17:45– Fundi slitið

Óskað er eftir framboðum til skoðunarmanna reikninga og framboðum í úrskurðarnefnd. Kosið verður rafrænt á kosningakerfi Pírata: x.piratar.is.

Til þess að gefa kost á sér þarf að gera eftirfarandi:
1. Skrá sig í kosningakerfi Pírata á x.piratar.is undir Nýskrá eða Innskrá ef þú ert þegar skráð/ur inn
2. Auðkenna sig í kosningakerfinu með Íslykli (sjá www.islykill.is)
3. Skrá sig í kosninguna undir Kosningar-> Skoðunarmenn reikninga eða Úrskurðarnefnd ->Tilkynna framboð
4. Mikilvægt er að frambjóðendur kynni sig á sínu heimasvæði á kosningakerfinu (undir Mín síða) en einnig gefst þeim kostur á að kynna sig stuttlega á fundinum sjálfum. Vinsamlegast setjið inn mynd af ykkur og fullt nafn svo kjósendur eigi auðveldara með að þekkja ykkur.

Framboðsfrestur rennur út kl 16:00 á laugardag og kosning hefst á sama tíma, kl 16:00 á laugardag og stendur til kl 17:15 á sunnudag.

Ef frambjóðendum vantar aðstoð við að skrá sig í kosningakerfið og inn í kosninguna má hafa samband við Bergþór í gegnum tölvupóst bergthor@piratar.is eða í síma 895-2412

Við hvetjum fólk til að nýta kosningaréttinn sinn!