Píratar XP

Framboðsfrestur til miðnættis!

Fjögur verða kjörin í framkvæmdaráð Pírata á næsta aðalfundi og sitja þau öll til tveggja ára. Einnig er hægt að bjóða sig fram í úrskurðarnefnd, kjörstjórn og skoðunarmenn reikninga.

Tilkynnið um framboð á https://x.piratar.is (kosningar) fyrir miðnætti Í DAG – 15. ágúst.

Láttu til þín taka í félagsstarfi Pírata. Framkvæmdaráð er æðsta stjórn Pírata milli aðalfunda. Þar er starfið framundan skipulagt og tekið á málum sem snúa meðal annars að innviðum, fjárstýringu, nýliðun og starfsmannamálum.
Alls sitja tíu í ráðinu en helmingur þess er endurnýjaður árlega. Auk formlegrar kosningar verður einn aðalfundargestur slembivalinn í ráðið.


Framkvæmdaráð fundar að minnsta kosti einu sinni í mánuði en meðlimir þess þurfa þar að auki að sinna afmörkuðum verkefnum milli funda. Æskilegt er að framkvæmdaráð sé samsett af fjölbreytilegum hópi einstaklinga þar sem hver kemur með ólíka þekkingu og reynslu að borðinu.
Til frekari glöggvunar á helstu hlutverkum ráðsmeðlima má senda fyrirspurnir á framkvaemdarad@piratar.is

Við hvetjum alla Pírata úr öllum áttum og aðildarfélögum að bjóða sig fram.

Skráið ykkur inn á https://x.piratar.is  – farið á svæðið merkt kosningar – þar sjáið þið að fjögur ráð eru opin fyrir framboðum, veljið ykkar – þar smellið þið á hnappann “Tilkynna framboð”.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X