Framlengdur framboðsfrestur í prófkjöri Pírata á Akureyri
Ábyrgðaraðilar prófkjöra Pírata á Akureyri hafa ákveðið að fresta fyrirhuguðu prófkjöri flokksins og mun það fara fram dagana 19. – 26. mars næstkomandi.
Framboðsfrestur mun því framlengjast til mánudagsins 14. mars og óskar stjórn Pírata á Akureyri eftir því að öflugir og áhugsamir frambjóðendur setji sig í samband við ábyrgðaraðila prófkjörs, Elsu Kristjánsdóttur (elsak@piratar.is), fyrir nánari upplýsingar.