Næsta skref í prófkjörum Pírata í Reykjavík og Kópavogi!
Næstu kvöld verða kynningar á frambjóðendum í prófkjörum þessara tveggja sveitarfélaga. Fundunum verður streymt á piratar.tv þar sem áhorfendur geta einnig sent inn spurningar til frambjóðenda.
Það eru 23 stórglæsilegir einstaklingar að bjóða sig fram til að vera fulltrúar Pírata í borginni og verður mjög spennandi að sjá niðurstöðurnar en kosningu lýkur þann 26. febrúar.
Dagskrá samanstendur af kynningum frambjóðenda, spurningum áhorfenda sem allir frambjóðendur fá tækifæri til að svara og lokaorð frambjóðenda. Kynnar og tímaverðir eru þær Katla Hólm og Elsa Kristjánsdóttir sem eru meðal ábyrgðarfólks prófkjörsins en eru einnig víðfrægar fyrir góðan húmor og elskulegheit. Það stefnir allt í skemmtileg fundarkvöld hjá Pírötum í Reykjavík og Kópavogi 16-18 febrúar, ekki láta þig vanta!
Hér er hægt að sjá upptökur af öllum kynningum frambjóðenda: Upptökur af öllum frambjóðendum Reykjavíkur og Kópavogs | Píratar (piratar.is)
Eftirfarandi eru í framboði í Reykjavík
- Magnús Norðdahl
- Alexandra Briem
- Kjartan Jónsson
- Stefán Örvar Sigmundsson
- Rannveig Ernudóttir
- Kristinn Jón Ólafsson
- Vignir Árnason
- Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir
- Halldór Emiliuson
- Oktavía Hrund Jóns
- Eyþór Árni Möller Árnason
- Kristján Thors
- Elsa Nore
- Jón Arnar Magnússon
- Atli Stefán Yngvason
- Olga Margrét Kristínardóttir Cilia
- Sævar Ólafsson
- Alexandra Ýrr Ford
- Unnar Þór Sæmundsson
- Tinna Helgadóttir
- Haraldur Tristan Gunnarsson
- Dóra Björt Guðjónsdóttir
- Huginn Þór Jóhannsson
Eftirfarandi eru í framboði í Kópavogi
- Eva Sjöfn Helgadóttir
- Margrét Ásta Arnardóttir
- Indriði Ingi Stefánsson
- Kjartan Sveinn Guðmundsson
- Matthías Hjartarson
- Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
- Árni Pétur Árnason