Frambjóðendur í Hafnarfirði og Árborg

Hafnarfjörður og Árborg með framboðskynningar

Næsta mánudag og þriðjudag verða kynningar á frambjóðendum í prófkjörum þessara tveggja sveitarfélaga. Fundunum verður streymt á piratar.tv þar sem áhorfendur geta einnig sent inn spurningar til frambjóðenda.

Kosning hefst 5. mars næstkomandi og lýkur laugardaginn 12. mars. Tólf manns bjóða sig fram í Hafnarfirði og þrír í Árborg.

Dagskrá samanstendur af kynningum frambjóðenda, spurningum áhorfenda sem allir frambjóðendur fá tækifæri til að svara og lokaorð frambjóðenda. Kynnar og tímaverðir eru þau Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir sem skipar 5. sæti á lista Pírata í Reykjavík, Elsa Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Pírata og Róbert Douglas upplýsingastjóri Pírata. Það stefnir allt í skemmtileg fundarkvöld hjá Pírötum í Hafnarfirði og Árborg 7-8 mars, ekki láta þig vanta!


Eftirfarandi eru í framboði í Hafnarfirði – Framboðskynningar eru mánudaginn 7. mars kl.20

  • Hallur Guðmundsson
  • Haraldur Óli Gunnarsson
  • Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir
  • Albert Svan
  • Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
  • Haraldur R. Ingvason
  • Leifur Eysteinn Kristjánsson
  • Ragnheiður Haralds Eiríksdóttir Bjarman
  • Phoenix Jessica Ramos
  • Hildur Björg Vilhjálmsdóttir
  • Haraldur Sigurjónsson
  • Kári Valur Sigurðsson

Eftirfarandi eru í framboði í Árborg – Framboðskynning eru þriðjudaginn 8. mars kl.20

  • Álfheiður Eymarsdóttir
  • Ragnheiður Pálsdóttir
  • Gunnar E. Sigurbjörnsson

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....